Náttúrugreinar og grunnþættir menntunar

Kynnt verður uppbygging nýrrar námskrár í náttúrugreinum í grunnskóla með áherslu á annars vegar verklag og hins vegar viðfangsefni þessa námssviðs.

Skoðuð verða dæmi af kennslustundum og þau greind með hliðsjón af verklagi og viðfangsefnum náttúrugreina, en síðan tengingu við grunnþætti menntunar.

Þátttakendur eru beðnir um að koma með eigin skólanámskrá í náttúrugreinum til að skoða hana í ljósi greiningarvinnunnar.

Hæfniviðmið

Að loknu námskeiðinu geti kennari:

  • greint dæmi úr kennslu eftir hæfniviðmiðum um verklag  og viðfangsefni í náttúrugreinum, og í framhaldi tengt það við grunnþætti menntunar
  • greint grunnþætti menntunar í hæfniviðmiðum nýrrar námskrár um náttúrugreinar
  • lagt mat á eigin skólanámskrá í náttúrugreinum

Umsjón

Mynd af Auður Pálsdóttir Auður Pálsdóttir Dósent 5255332 audurp [hjá] hi.is
Mynd af gervimanni Marey Allyson Macdonald Prófessor emeritus 5255323 allyson [hjá] hi.is