Nýsköpunarmennt

Umhverfislæsi, náttúra og tækni, leiðir nýsköpunarmenntar til athafna og skilnings

Námskeiðið er fyrir grunnskólakennara  - umsjónakennara og náttúrufræðikennara.

Á þessu námskeiði verður leitast við að tengja nýsköpunarmennt á markvissan hátt við náttúrufræði sem leið til að efla skilning á báðum greinum og að efla frumkvæði og athafnasemi þeirra sem fá slíka menntun. 

Innihald námskeiðsins er bæði þjálfun í hagnýtum verkefnum og þekking á hugmyndavinnuaðferðum í  feril nýsköpunarnáms. Nám í tengslum við umhverfi nýtt til að efla skilning á tækni og tengslum manns og náttúru. Kynntar eru námskenningar og rannsóknir er tengjast nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. 

  • Einn og hálfur dagur, föstudagur (kl 16-20) og laugardagur
  • Hámarksfjöldi 30 nemendur

Hvatt er til að fleiri en einn kennari úr hverjum skóla sæki námskeiðið og eða úr nágranna/samstarfsskólum.

Að efla færni

Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt var kynnt í aðalnámskrá grunnskóla 1999.

Nokkrir skólar bjóða nú nýsköpunarmennt, frumkvöðlamennt eða atvinnulífsfræði sem val eða hluta af almennu námi.

Meginmarkmið slíks náms er að efla færni nemenda við myndun hugmynda, hagnýtingu þeirra og öflun þekkingar tengt eigin reynsluheimi þeirra. 

Nýsköpunarmennt var sterkur þáttur í náttúruvísindum upphafi þróunar nýsköpunargreinarinnar í grunnskólum á Íslandi. 

 

Markmið

  • Að leiða kennara í gegnum hagnýtingu kennslu- og aðferðafræði nýsköpunarmenntar í skólastarfi með tengingu við umhverfi og tækni 
  • Að sýna kennurum möguleika þess að nýta umhverfi skóla til að efla skilning og frumkvæði nemenda
  • Að kynna möguleika nýsköpunarmenntar við þróun hugmynda nemenda grunnskólans til að leysa eigin vandamál og þarfir svo og samfélagsins 
  • Að kennarar geti hagnýtt innihald námskeiðsins og skipulagt nám fyrir grunnskólann
  • Að kynna námsefni í nýsköpunarmennt og nýtingu á námsefni sem notað er í grunnskólanum í náttúrufræðikennslu

 

Viðfangsefni

  •  Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast mismunandi kennsluaðferðum í tengslum við kennslu náttúrufræða, tækni og umhverfislæsis
  •  Kennarar fá reynslu í skapandi kennsluaðferðum og bæti við skilning sinn á tengslum náttúru, tækni og manngerðs umhverfis 
  •  Megináhersla verður á verklega vinnu í skólastofunni sem tengjast náttúruvísindum og tæknimennt og unnið úr reynslu kennara 
  •  Mismunandi kennsluaðferðir verða krufnar og uppbygging dregin í ljós
  •  Verkefni úr námsefninu Nýsköpun og náttúruvísindi, Tíru og náttúrufræðinámsefni grunnskólans, unnin með nálgun og aðferðum nýsköpunarmenntar
  •  Kennsluáætlanir 
  • Lögð verður áhersla á stuðning við kennara, samstarf og skipulagningu kennslu með skapandi nám í huga   
  • Allir prófa að framkvæma einhverja kennslu í nýsköpunarmennt og gera stutta skýrslu/frásögn af því og segja frá hvernig gekk
  • Ráðgjöf og stuðningur í boði í tölvusamskiptum og eða í síma

Fjarnámsverkefni

  • Kennslufræði nýsköpunarnáms 
  • Hugmyndavinnuferill nýsköpunarnáms
  • Hugstormunaraðferðir  
  • Hugarkort  
  • Þróun hugmynda  
  • Tengsl við umhverfi, náttúrulegt, félagslegt og manngert
  • Tækni
  • Námsefniskynning 

Umsjón

Mynd af Svanborg Rannveig Jónsdóttir Svanborg Rannveig Jónsdóttir Prófessor emerita 5255580 svanjons [hjá] hi.is https://iris.rais.is/is/persons/c2ad61e5-d928-4a61-8456-7204e36355e4 Deild kennslu- og menntunarfræði

og Rósa Gunnarsdóttir