Starfsþróun Menntavísindastofnunar starfar á fagsviði uppeldis- menntunar og þjálfunar og er ætlað að þjóna þeim fagstéttum sem starfa á þeim sviðum.

Ráðstefnan Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2016 verður haldin 21. nóvember nk. kl. 10-16 í Bratta, Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð. Allir velkomnir! Nánari dagskrá má sjá hér.

Menntavísindastofnun er rannsókna- og fræðastofnun sem sinnir einnig starfsþróun á vettvangi menntavísinda. Stofnunin sinnir rannsóknum, ráðgjöf og þjónustuverkefnum sem tengjast viðfangsefnum menntavísinda.

Um stofnunina

Meginhlutverk Menntavísindastofnunar er að efla rannsóknir og rannsóknaumhverfi, stuðla að sýnileika rannsókna og vinna að starfsþróun á vettvangi menntamála. Innan vébanda Menntavísindastofnunar starfa 22 rannsóknastofur, sem allar sinna fjölbreyttum rannsóknum á sviði menntunar, uppeldis og þjálfunar. Menntavísindastofnun þjónar starfsmönnum Menntavísindasviðs, rannsóknarstofum, stofnunum, opinberum aðilum og félagasamtökum.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is