Gagnvirk vefforrit
Smelltu hér til að nálgast gagnvirk vefforit Íslensku Æskulýðsrannsóknarinnar.
Í þessu vefforiti er hægt að skoða svör úr könnunum sem falla undir Íslensku æskulýðsrannsóknina (ÍÆ) ásamt lýsigögnum um gögn í gagnagrunni rannsóknarinnar. Öll gögn sem nú eru í grunninum eru úr könnunum meðal grunnskólanema.
Umsjónarmenn vefforritisins eru Hans Haraldsson (haha@hi.is) og Unnar Geirdal Arason (unnargeirdal@hi.is) verkefnisstjórar hjá Menntavísindastofnun Háskóla Íslands.
Smelltu hér til að nálgast gagnvirk vefforit kannaninnar Börn og Netmiðlar 2023.
Smelltu hér til að nálgast gagnvirk vefforit kannaninnar Börn og Netmiðlar 2021.
Fjölmiðlanefnd fékk Menntavísindastofnun Háskóla Íslands til að framkvæma víðtæka spurningakönnun meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára um allt land á vormánuðum árið 2021. Í þessu vefforiti er hægt að skoða svör úr könnunum sem falla undir rannsóknina Börn og netmiðlar.
Umsjónarmaður vefforitsins er Ingibjörg Kjartansdóttir (ik@hi.is), verkefnisstjóri hjá Menntavísindastofnun Háskóla Íslands.
Grunnskóli
Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir könnun á vormánuðum 2020 á því hvaða áhrif COVID-19 hafði haft á starf og vinnuaðstæður starfsfólks grunnskóla og stjórnendur frístundastarfs.
- Hér má skoða gagnvirkt vefforrit með niðurstöðum úr grunnskólum
- Hér má skoða gagnvirkt vefforrit með niðurstöðum úr frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum
Framhaldsskóli
Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir könnun á vormánuðum 2020 á því hvaða áhrif COVID-19 hafði haft á starf og vinnuaðstæður starfsfólks framhaldsskóla.
Hér má skoða gagnvirkt vefforrit með niðurstöðum úr framhaldsskólum (seinni fyrirlögn).
Háskóli
Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir könnun á vormánuðum 2020 á því hvaða áhrif COVID-19 hafði haft á starf og vinnuaðstæður starfsfólks Háskóla Íslands.
Hér má nálgast gagnvirkt vefforrit með niðurstöðum könnunarinnar (fyrri fyrirlögn)
Í lok árs var svo sendur út annar spurningalisti til starfsfólks Háskóla Íslands þar sem aftur var spurt um áhrif COVID-19 á starf og vinnuaðstæður þeirra.
Hér má nálgast gagnvirkt vefforrit með niðurstöðum könnunarinnar (seinni fyrirlögn)