Gagnvirk vefforrit

Image

Gagnvirk vefforrit

Smelltu hér til að nálgast gagnvirk vefforit Íslensku Æskulýðsrannsóknarinnar. 

 

Í þessu vefforiti er hægt að skoða svör úr könnunum sem falla undir Íslensku æskulýðsrannsóknina (ÍÆ) ásamt lýsigögnum um gögn í gagnagrunni rannsóknarinnar. Öll gögn sem nú eru í grunninum eru úr könnunum meðal grunnskólanema.

Umsjónarmenn vefforritisins eru Hans Haraldsson (haha@hi.is) og Unnar Geirdal Arason (unnargeirdal@hi.is) verkefnisstjórar hjá Menntavísindastofnun Háskóla Íslands.

Smelltu hér til að nálgast gagnvirk vefforit kannaninnar Börn og Netmiðlar.

Fjölmiðlanefnd fékk Menntavísindastofnun Háskóla Íslands til að framkvæma víðtæka spurningakönnun meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára um allt land á vormánuðum árið 2021. Í þessu vefforiti er hægt að skoða svör úr könnunum sem falla undir rannsóknina Börn og netmiðlar.

Umsjónarmaður vefforitsins er Ingibjörg Kjartansdóttir (ik@hi.is), verkefnisstjóri hjá Menntavísindastofnun Háskóla Íslands. 

Grunnskóli

Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir könnun á vormánuðum 2020 á því hvaða áhrif COVID-19 hafði haft á starf og vinnuaðstæður starfsfólks grunnskóla og stjórnendur frístundastarfs.

 

Framhaldsskóli

Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir könnun á vormánuðum 2020 á því hvaða áhrif COVID-19 hafði haft á starf og vinnuaðstæður starfsfólks framhaldsskóla.

Hér má skoða gagnvirkt vefforrit með niðurstöðum úr framhaldsskólum (seinni fyrirlögn).

 

Háskóli

Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir könnun á vormánuðum 2020 á því hvaða áhrif COVID-19 hafði haft á starf og vinnuaðstæður starfsfólks Háskóla Íslands.

Hér má nálgast gagnvirkt vefforrit með niðurstöðum könnunarinnar (fyrri fyrirlögn)

Í lok árs var svo sendur út annar spurningalisti til starfsfólks Háskóla Íslands þar sem aftur var spurt um áhrif COVID-19 á starf og vinnuaðstæður þeirra.

Hér má nálgast gagnvirkt vefforrit með niðurstöðum könnunarinnar (seinni fyrirlögn)