Gagnlegar upplýsingar fyrir rannsakendur
Hér er að finna gagnlegar upplýsingar fyrir akademískt starfsfólk á Menntavísindasviði.
Rannsóknarsamkomulag
Menntavísindastofnun mælir með að rannsakendur Menntavísindasviðs skrifi undir samkomulag um rannsóknarsamstarf þegar um slíkt er að ræða. Meðfylgjandi skjal getur átt við um stærri og minni rannsóknarverkefni og ýmiss konar samstarf um rannsóknargögn, m.a. doktorsverkefni.
Meðferð persónuupplýsinga
Hér er útskýring á undirbúningi fyrir framkvæmd rannsókna og persónuvernd. Frekari ráðgjöf um meðferð persónuverndarupplýsinga með því að bóka tíma hér.
Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. (nr. 90/2018)
Eftirfarandi er aðeins útdráttur og stytting reglugerðartexta úr nokkrum völdum greinum laganna. Athugið að eftirfarandi upplýsingar eru ekki tæmandi. Mælt er með að rannsakendur skoði lögin um persónuvernd nr. 90/2018, heimasíður Persónuverndar og/eða Vísindasiðanefndar.
REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB)2016/679 frá 27. apríl 2016 sem var innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 90/2018.
5. gr. Meginreglur um vinnslu persónuupplýsinga
Persónuupplýsingar skulu vera:
• unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti gagnvart skráðum einstaklingi
• fengnar í tilgreindum, skýrum og lögmætum tilgangi og ekki unnar frekar á þann hátt að ósamrýmanlegt sé þeim tilgangi
• frekari vinnsla .. í þágu .. vísinda eða sagnfræði ..ekki teljast ósamrýmanleg upphaflegum tilgangi („takmörkun vegna tilgangs“)
7. gr. Skilyrði fyrir samþykki
1. Þegar vinnsla er byggð á samþykki skal ábyrgðaraðilinn geta sýnt fram á að skráður einstaklingur hafi samþykkt vinnslu persónuupplýsinga sinna.
2. Ef hinn skráði gefur samþykki sitt með skriflegri yfirlýsingu, ..sett fram á þann hátt að hún sé auðgreinanleg frá hinum málefnunum, á skiljanlegu og aðgengilegu formi og skýru og einföldu máli.
3. Skráður einstaklingur á rétt á að draga samþykki sitt til baka hvenær sem er. Hinum skráða.. tilkynnt um það áður en hann gefur samþykki sitt. Jafnauðvelt ..að draga samþykki sitt til baka og að veita það.
9. gr. Vinnsla sérstakra flokka persónuupplýsinga
1. Bannað er að vinna persónuupplýsingar er varða kynþátt eða þjóðernislegan uppruna, stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð eða heimspekilega sannfæringu eða þátttöku í stéttarfélagi og að vinna erfðafræðilegar upplýsingar, lífkennaupplýsingar í því skyni að persónugreina einstakling með einkvæmum hætti, heilsufarsupplýsingar eða upplýsingar er varða kynlíf einstaklings eða kynhneigð.
2. Ákvæði 1. mgr. gilda ekki ef eitt af eftirfarandi á við: a) skráður einstaklingur hefur veitt ótvírætt samþykki sitt fyrir vinnslu þessara persónuupplýsinga í þágu eins eða fleiri tiltekinna markmiða nema kveðið sé á um það í lögum Sambandsins eða lögum aðildarríkis að hinum skráða sé óheimilt að aflétta banninu sem um getur í 1. mgr.,
Hvenær má hefja vinnslu
- Senda skal Persónuvernd tilkynningu um vinnslu tímanlega. Heimilt að hefja vinnslu um leið og tilkynning hefur verið.
- Heimilt er að hefja leyfisskylda vinnslu þegar skriflegt leyfi Persónuverndar er komið til ábyrgðaraðila.
Lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (lög 44/2014)
Vísindasiðanefnd metur umsóknir um rannsóknir sem fyrirhugað er að gera á mönnum og varða heilsu þeirra.
- Persónugreinanleg heilbrigðisgögn: Heilbrigðisgögn sem fela í sér upplýsingar sem rekja má beint eða óbeint til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi.
- Heilbrigðisupplýsingar: Sjúkraskrárupplýsingar, upplýsingar og gögn úr lífsýnasöfnum og söfnum heilbrigðisupplýsinga og aðrar upplýsingar um sjúkrasögu og heilsuhagi.
Ekki er heimilt að hefja vísindarannsókn á heilbrigðissviði nema vísindasiðanefnd eða siðanefnd heilbrigðisrannsókna hafi veitt leyfi fyrir rannsókninni.
Útgáfa
Inn á vef Landsbókasafns er að finna mikið að hagnýtum leiðarvísum fyrir rannsakendur í tengslum við birtingu fræðigreina, mat á tímaritum og útgefendum, upplýsingar um ORCiD og IRIS og fleira.
Háskóli Íslands mælist til þess að starfsfólk noti ORCID auðkenni og ORCID númer er nauðsynlegt við skráningu verka í opinvisindi.is. Þeir sem ekki eru þegar komnir með slikt auðkenni geta skráð sig á ORCID.org; skráningin er fljótleg og einföld.
LEIÐARVÍSIR LANDSBÓKASAFNS - ORCID
Háskóli Íslands samþykkti stefnu um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum og lokaverkefnum 6. febrúar 2014. Þar er hvatt til birtingar fræðigreina á vettvangi sem er opinn.
Ein leið til að birta efni í opnum aðgangi er í gegnum Opin vísindi sem er stafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar og efni sem birtist á vegum íslenskra háskóla. Frá 2016 eru doktorsverkefni einnig vistuð þar. Eldri doktorsverkefni eru vistuð í Skemmunni.
Hér má sjá efni tengt Menntavísindasviði í Opnum vísindum
Opinn aðgangur er heiti á alþjóðlegri hreyfingu sem leitast við að stuðla að opinni útgáfu og ókeypis aðgangi að vísindalegu efni á netinu svo sem ritum og gögnum.
Bæði tímaritin Netla og TUM eru gefin út í opnum aðgangi samkvæmt CC by 4.0 leyfi.
Á heimasíðu Opins aðgangs á Íslandi má finna mikið af hagnýtum upplýsingum um efnið
Landsbókasafn hefur gefið út íslenskar leiðbeiningar um afnotaleyfi frá Creative Commons fyrir fræðilega útgáfu og fræðsluefni.
Í leiðbeiningunum er meðal annars fjallað um eftirfarandi:
- Tengsl höfundaréttar og CC afnotaleyfa
- Réttindi höfunda eftir undirritun útgáfusamnings
- Birtingu efnis með CC afnotaleyfi
Hér má kynna sér efni bæklingsins:
https://openaccess.is/wp-content/uploads/2024/08/CC_afnotaleyfi.pdf
Með tilkomu internetsins hafa orðið til svokölluð rányrkju- eða gervitímarit. Vefurinn Think-Check-Submit (íslensk síða - Hugsaðu, kannaðu, sendu inn) auðveldar rannsakendum að meta áreiðanleika tímarita.
Varðandi tímarit í opnum aðgangi þá er það ákveðinn gæðastimpill ef tímaritið er skráð í Directory of Open Access Journals (DOAJ) eða ef útgefandinn er meðlimur í Open Acess Scholarly Publishing Association (OASPA).
UM RÁNYRKJUTÍMARIT Á SÍÐU OPINS AÐGANGS