Umsjón með doktorsnámi

Texti

Allt frá umsókn um doktorsnám til útskriftar doktors

Doktorsnámið heyrir undir Menntavísindastofnun til að tryggja nálægð við rannsóknarumhverfi sviðsins.

Verkefnastjóri doktorsnáms situr í doktorsnámsnefnd MVS, sinnir upplýsingamiðlun til doktorsnema og leiðbeinenda þeirra og heldur utan um viðburði á vegum doktorsnámsins, þ.e. áfangamat sem haldið er um miðbik námsins, og doktorsvarnir.  

KÍKTU INN Á HEIMASÍÐU DOKTORSNÁMS Á MENNTAVÍSINDASVIÐI 

Click here to go to the doctoral studies webpage in English

Mynd
Image
hí aðalbygging

Texti

Doktorsnáman er umsýslukerfi doktorsnáms við Háskóla Íslands. Doktorsnemar og umsjónarkennarar hafa aðgang að Doktorsnámunni fyrir framvinduskýrslur sem skila skal tvisvar á ári, einnig fyrir beiðnir um meðleiðbeinendur og sérfræðinga í doktorsnefndum, og andmælendur við doktorsvarnir. Allar slíkar beiðnir eiga að berast í gegnum Doktorsnámuna. Beiðnir um áfangamat og prófdómara má þó senda í tölvupósti.  

Handbók doktorsnáms við MVS svarar mörgum spurningum sem doktorsnemar eða leiðbeinendur kunna að hafa um námið og fyrirkomulag þess.

Doktorsnemum og leiðbeinendum er velkomið að leita til verkefnastjóra doktorsnáms með spurningar sem þau kunna að hafa um námið, leiðbeinendur, áfangamat, doktorsvörn o.fl. 

Mynd
Image
growth

Nánari upplýsingar

Mynd af Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir
  • Verkefnisstjóri
5255991 ssj [hjá] hi.is sálfræði;;sjónskynjun;;aðferðafræði rannsókna;;taugafræðileg hugfræði Menntavísindastofnun
Mynd af Steingerður Ólafsdóttir Steingerður Ólafsdóttir
  • Deildarstjóri
5255539 steingeo [hjá] hi.is börn;;mataræði og heilsa;;fjölmiðlar Menntavísindastofnun