Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands eru gefin út tvö tímarit í opnum aðgangi. NETLA - veftímarit um uppeldi og menntun og TUM - tímarit um uppeldi og menntun

Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun

í Netlu eru birtar fræðilegar greinar á íslensku og ensku en einnig frásagnir af þróunarstarfi, umræðugreinar, hugleiðingar, pistlar, viðtöl, ritfregnir og ritdómar um uppeldis- og menntamál. Mest efni í tímaritinu er á íslensku en ritrýndum greinum fylgja útdrættir á ensku og hvatt er til birtingar greina á ensku og alþjóðlegum grunni. Öllum er heimilt að senda efni í ritið og allt efni tengt uppeldi og menntun er tekið til athugunar hjá ritstjórn hvort sem byggt er á rannsóknum og fræðastarfi eða innsýn og reynslu.

Auk þess eru gefin út árlega sérrit Netlu og ráðstefnurit sem lúta að jafnaði sérstakri ritstjórn í samráði og samvinnu við ritstjórn tímaritsins.

Ritstjórar eru Amalía Björnsdóttirprófessor við HÍ, og Jón Ásgeir Kalmansson, aðjunkt við HÍ.

Heimasíða Netlu

Netla á Facebook

TUM - Tímarit um uppeldi og menntun

Megintilgangur tímaritsins TUM er að auka þekkingu og faglega umræðu um uppeldis og menntamál á Íslandi með því að birta fræðilegt efni í formi ritrýndra greina, ritdóma og ítardóma. Skilyrði fyrir birtingu ritrýndra fræðigreina er að þær feli í sér nýnæmi og hafi ekki birst á öðrum vettvangi. Greinar geta verið á íslensku eða ensku en greinar á ensku skulu fela í sér alþjóðlegt nýnæmi.

Tímaritið kemur út tvisvar á ári og er tekið á móti greinum allt árið.

Ritstjórar eru Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við HÍ, og Sigríður Margrét Sigurðardóttir, lektor við HA.

Netfang: tum@hi.is

Heimasíða TUM

Útgáfuferlið

Gera má ráð fyrir að útgáfuferlið taki allt að sex mánuði. Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig tímalína útgáfu getur litið út. 

útgáfuferli
útgáfuferli

Nánari upplýsingar

Gagnlegar upplýsingar fyrir rannsakendur

Hagnýtar upplýsingar

Háskóli Íslands samþykkti stefnu um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum og lokaverkefnum 6. febrúar 2014. Þar er hvatt til birtingar fræðigreina á vettvangi sem er opinn.

Ein leið til að birta efni í opnum aðgangi er í gegnum Opin vísindi sem er stafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar og efni sem birtist á vegum íslenskra háskóla. Frá 2016 eru doktorsverkefni einnig vistuð þar. Eldri doktorsverkefni eru vistuð í Skemmunni.

Hér má sjá efni tengt Menntavísindasviði í Opnum vísindum

Opin vísindi

Opinn aðgangur er heiti á alþjóðlegri hreyfingu sem leitast við að stuðla að opinni útgáfu og ókeypis aðgangi að vísindalegu efni á netinu svo sem ritum og gögnum. 

Bæði tímaritin Netla og TUM eru gefin út í opnum aðgangi samkvæmt CC by 4.0 leyfi. 

Á heimasíðu Opins aðgangs á Íslandi má finna mikið af hagnýtum upplýsingum um efnið

Opinn aðgangur

Inn á vef Landsbókasafns er að finna mikið að hagnýtum leiðarvísum fyrir rannsakendur í tengslum við birtingu fræðigreina, mat á tímaritum og útgefendum, upplýsingar um ORCiD og IRIS og fleira. 

Leiðarvísir

 

 

 

 

 

Háskóli Íslands mælist til þess að starfsfólk noti ORCID auðkenni og ORCID númer er nauðsynlegt við skráningu verka í opinvisindi.is. Þeir sem ekki eru þegar komnir með slikt auðkenni geta skráð sig á ORCID.org; skráningin er fljótleg og einföld.

ORCID

Leiðarvísir Landsbókasafns - ORCID

Með tilkomu internetsins hafa orðið til svokölluð rányrkju- eða gervitímarit. Vefurinn Think-Check-Submit (íslensk síða - Hugsaðu, kannaðu, sendu inn) auðveldar rannsakendum að meta áreiðanleika tímarita.

Varðandi tímarit í opnum aðgangi þá er það ákveðinn gæðastimpill ef tímaritið er skráð í Directory of Open Access Journals (DOAJ) eða ef útgefandinn er meðlimur í Open Acess Scholarly Publishing Association (OASPA).

Um rányrkjutímarit á síðu Opins aðgangs

 

DOI númer: 

Allar greinar sem birtast í Netlu og TUM fá DOI númer. Einnig er orðið sífellt algengara að rafrænar skýrslur séu auðkenndar með DOI númeri. 

DOI stendur fyrir Digital Object Identifier. Það er notað til að auðkenna rannsóknargögn, s.s. tímaritsgreinar og önnur gögn sem gefin eru út á rafrænu formi á netinu, t.d. tímaritsgreinar, skýrslur, ráðstefnurit og gagnasett. Með því að auðkenna tímaritsgrein með DOI númeri er búið að tryggja varanlega slóð á netinu, jafnvel þó að upprunalega vefslóðin á greinina breytist

Hér má sjá nánari upplýsingar um doi númer.

LEIÐARVÍSIR LANDSBÓKASAFN - DOI NÚMER

ISBN númer:

ISBN er alþjóðlegt auðkennisnúmer fyrir bækur og bókatengda útgáfu. Skammstöfunin stendur fyrir International Standard Book Number sem er staðall nr. 2108 frá alþjóðlegu staðlastofnuninni ISO. Hvert númer er einstakt og er megintilgangur alþjóðlega bóknúmerakerfisins að greina hvert rit sem best frá öðrum.

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er umboðsaðili fyrir númerakerfið. 

LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - ISBN NÚMER

Landsbókasafn hefur gefið út íslenskar leiðbeiningar um afnotaleyfi frá Creative Commons fyrir fræðilega útgáfu og fræðsluefni. 

Í leiðbeiningunum er meðal annars fjallað um eftirfarandi:

  • Tengsl höfundaréttar og CC afnotaleyfa
  • Réttindi höfunda eftir undirritun útgáfusamnings
  • Birtingu efnis með CC afnotaleyfi

Hér má kynna sér efni bæklingsins:

https://openaccess.is/wp-content/uploads/2024/08/CC_afnotaleyfi.pdf

Share