Tímarit
Tímarit
Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands eru gefin út tvö tímarit
NETLA - veftímarit um uppeldi og menntun og TUM - tímarit um uppeldi og menntun
Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun
í Netlu eru birtar fræðilegar greinar á íslensku og ensku en einnig frásagnir af þróunarstarfi, umræðugreinar, hugleiðingar, pistlar, viðtöl, ritfregnir og ritdómar um uppeldis- og menntamál. Mest efni í tímaritinu er á íslensku en ritrýndum greinum fylgja útdrættir á ensku og hvatt er til birtingar greina á ensku og alþjóðlegum grunni. Öllum er heimilt að senda efni í ritið og allt efni tengt uppeldi og menntun er tekið til athugunar hjá ritstjórn hvort sem byggt er á rannsóknum og fræðastarfi eða innsýn og reynslu.
Auk þess eru gefin út árlega sérrit Netlu og ráðstefnurit sem lúta að jafnaði sérstakri ritstjórn í samráði og samvinnu við ritstjórn tímaritsins.
Ritstjórar eru Berglind Gísladóttir, lektor við HÍ og Börkur Hansen, prófessor við HÍ.
TUM - Tímarit um uppeldi og menntun
Megintilgangur tímaritsins TUM er að auka þekkingu og faglega umræðu um uppeldis og menntamál á Íslandi með því að birta fræðilegt efni í formi ritrýndra greina, ritdóma og ítardóma. Skilyrði fyrir birtingu ritrýndra fræðigreina er að þær feli í sér nýnæmi og hafi ekki birst á öðrum vettvangi. Greinar geta verið á íslensku eða ensku en greinar á ensku skulu fela í sér alþjóðlegt nýnæmi.
Tímaritið kemur út tvisvar á ári og er tekið á móti greinum allt árið.
Ritstjórar eru Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við HÍ, og Anna Ólafsdóttir, dósent við HA.
Netfang: tum@hi.is
Nánari upplýsingar
![]() |
Anna Bjarnadóttir |
|
5255931 | annabjarnadottir [hjá] hi.is |