Aðalfundur rannsóknarstofunnar í fjölmenningar- og fjöltyngisfræðum (2024)

General Meeting of Research Center in Multiculturalism and Plurilingualism (2024)

Rannsóknarstofan í fjölmenningar- og fjöltyngisfræðum býður öllum á aðalfund og gestafyrirlestur. Öllum er velkomið að mæta sem hafa áhuga! 

28. maí 2024 

15:00 - 17:00 

K-103, Stakkahlíð

Dagskrá

15:00 - 15:30 Aðalfundur. 

15:30 - 16:30 Fyrirlestur Fríðu B. Jónsdóttur og Evu Harðardóttur. 

16:30 - 17:00 Té, kaffi og spjall. 

Titill
Um fyrirlesturinn

Texti

Raddir og vængir! 

Í þessum fyrirlestri munu Fríða B. Jónsdóttir og Eva Harðardóttir fjalla um fræðilegar áherslur og helstu niðurstöður úr nýlegum doktorsverkefnum sínum en þær hafa báðar rannsakað skólastarf með áherslu á inngildingu og menningarlegan margbreytileika.  Rannsókn Fríðu Bjarneyjar snéri að því hvernig unnið var að þróun inngildandi námsrýma fyrir fjöltyngd leikskólabörn og beindi sjónum að árangursríkum starfsháttum kennara og því hvernig stutt var við málþroska og læsi, sjálfsmyndir og samstarf við foreldra. Rannsókn Evu snéri að inngildingu og borgaravitund í íslenskum grunn- og framhaldsskólum út frá sjónarhorni stefnumótunar, kennara og foreldra með bagkrunn innflytjenda og flóttafólks. 

Mynd
Image
""