Bókin inniheldur 18 fræðigreinar sem hafa að geyma niðurstöður rannsókna um menntun ungra barna frá ýmsum sjónarhornum. 

Fjallað er um réttindi og sjónarmið barna, mikilvægi leiks og starfsaðferðir með ungum börnum. Jafnframt er rannsóknum á samfellu í námi barna gerð skil. Sjónum er einnig beint að börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og mikilvægi fjölbreytilegra kennsluhátta fyrir öll börn. Þá er greint frá rannsóknum sem varpa ljósi á reynslu og sjónarmið foreldra ungra barna.

Ritstjóri bókarinnar er Jóhanna Einarsdóttir.

Hægt er að kaupa einn og einn kafla en bókin kemur út í prentaðri útgáfu í lok mánaðarins.
https://haskolautgafan.is/products/leik-andinn?taxon_id=7