Menntavísindastofnun Menntavísindasviðs fór í byrjun árs 2025 í gegnum skipulagsbreytingar. Kristín Harðardóttir hefur látið af störfum sem forstöðumaður Menntavísindastofnunar og einbeitir sér að starfi rannsóknastjóra sviðsins. Steingerður Ólafsdóttir hefur tekið við sem forstöðukona Menntavísindastofnunar. Markmiðið með þessum breytingum er að styðja enn betur við fræðafólk sviðsins og efla rannsóknir sviðsins.Til upplýsinga eru hér fyrir neðan sett fram meginverkefni rannsóknastjóra annars vegar og Menntavísindastofnunar hins vegar til þess að auðvelda fólki hvert skuli leita ef það vantar aðstoð:

Menntavísindastofnun  
Tengiliður:
Steingerður Ólafsdóttir 
steingeo@hi.is

Rannsóknastjóri:  
Kristín 
Harðardóttir krishar@hi.is

  • Aðstoð við rannsóknir: Rannsóknarsnið, aðferðafræði, spurningalistar, viðtalsvísar, öflun, greining, geymsla gagna og opið aðgengi að gagnasöfnum. Spurningar og svör um hvaðeina sem tengist rannsóknum þínum.
  • Persónuvernd: Spurningar og svör.
  • Stuðningur við ráðstefnuhald.
  • Tímaritin Netla og TUM, auk sérrita.
  • IRIS rannsóknagátt: Aðstoð við innihald, spurningar og svör.
  • Doktorsnám: Stuðningur við leiðbeinendur og doktorsnema. Spurningar og svör.
  • Rannsóknarstofur: Stuðningur, upplýsingar á vef o.fl.
  • Vefur um rannsóknir á MVS (https://mvsrannsoknir.hi.is/): Móttaka upplýsinga, spurningar og svör.
  • Menntakvika – árleg ráðstefna Menntavísindasviðs: Umsjón og skipulag.
  • Umsjón með ýmsum rannsóknum fyrir utanaðkomandi aðila
  •  Styrkumsóknir: Spurningar og svör. Aðstoð við umsóknir í innlenda og alþjóðlega rannsóknasjóði, umsóknaskrif og fjárhagsáætlanir.
  • Rekstur styrktra rannsóknarverkefna: Sem dæmi má nefna viðfangsnúmer, fjármál, ferðakostnaður, ráðningar aðstoðarmanna og doktorsnema.
  • Stigamat: Spurningar og svör.
Share