Kæra starfsfólk Menntavísindasviðs.
Mikið er gott að sjá ykkur öll í Sögu þessa dagana. Nú er margt á döfinni og hér kemur það helsta sem tengist rannsóknum.
Menntakvika
Menntakvika, árleg ráðstefna í Menntavísindum verður haldin 2.- 4. október 2025 í nýju húsnæði Sögu! Dagskráin er komin út og við hvetjum öll til að mæta!
Dagskrá Menntakviku 2025
-
2. október kl. 14:30-16:00 - Opnunarmálstofa Menntakviku: Kennaramenntun í deiglunni - Hvar stöndum við? Stofa 114, 1. hæð í Sögu. Fundurinn verður einnig í streymi. Sjá nánar dagskrá opnunarmálstofu Menntaviku
-
3. október kl. 9:00-17:00 í Sögu - Ráðstefna: Málstofur og erindi Menntakviku - Sjá dagskrá ráðstefnu hér. Málstofur og erindi verða aðgengileg í gegnum zoom.
-
4. október kl. 11:00-12:00 - Skapandi smiðjur Menntakviku í Sögu. Sjá dagskrá hér www.menntakvika.hi.is
Rannsóknasjóður Háskóla Íslands - frestur til 20. október!
Umsóknarfrestur í Rannsóknasjóð Háskóla Íslands er til 20. október nk. Hlutverk sjóðsins er að efla rannsóknastarfsemi HÍ og við hvetjum akademískt starfsfólk og aðjúnkta I til að sækja um í sjóðinn. Sjá allar upplýsingar og leiðbeiningar um umsókn á vef Rannsóknasjóðs.
Vegvísar í rannsóknum
Vegvísar í rannsóknum Menntavísindasviðs eru komnir út og taka við af fyrri rannsóknastefnu sviðsins. Vegvísarnir byggjast á stefnu Háskóla Íslands – HÍ26, starfsáætlun sviðsins, sjálfsmati og stefnumótunarvinnu sem hefur átt sér stað innan sviðsins undanfarin misseri.
Í þessu stefnuskjali er komið inn á traust, stuðning, alþjóðatengsl, sjálfbærni og tengsl rannsókna og kennslu og eru markmið sett fram um eflingu rannsókna og sýnileika þeirra.
Vegvísarnir eru aðgengilegir á íslensku og ensku á Uglu og á vef Menntavísindastofnunar og verða einnig innrammaðir uppi á vegg á öllum hæðum Sögu.
Rannsóknavirkni Menntavísindasviðsfólks eykst á milli ára
Rannsóknarstigum starfsfólks Menntavísindasviðs hefur fjölgað á milli ára en 13% aukning varð á heildarrannsóknarstigum sviðsins á milli áranna 2023 og 2024, þar af 14,5% aukning á aflstigum á milli áranna. Einnig hefur umsóknum sviðsfólks í alþjóðlega rannsóknarsjóði fjölgað. Á þessu ári eru þegar farnar 48 umsóknir í alþjóðlega rannsóknarsjóði miðað við 40 umsóknir allt árið í fyrra og 32 umsóknir árið 2023. Þetta eru t.d. umsóknir í Horizon Europe, NordForsk og Erasmus+, bæði til Landskrifstofu og Brussel. Vel af sér vikið hjá Menntavísindasviðsfólki!
Nýjar greinar í NETLU
Kunna öll börn stafahljóðin í upphafi 2. bekkjar? Áhrif sumarfrís, móðurmáls, kyns og stafaþekkingar við upphaf grunnskóla. Höfundar eru Jóhanna María Bjarnadóttir, Guðrún Lilja Kristófersdóttir, Auður Soffíu Björgvinsdóttir, Anna-Lind Pétursdóttir og Amelia Jara Larimer. Þú getur lesið greinina hér
Leikskóli fyrir öll börn: Valdefling foreldra og deildarstjóra. Höfundar eru Anna Magnea Hreinsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir. Þú getur lesið greinina hér
Vertu tímanlega að setja efnið þitt inn á IRIS
Vertu tímanlega í að uppfæra efnið þitt inn á IRIS til að flýta fyrir stigamati í febrúar. Þú getur alltaf haft samband við annabjarnadottir@hi.is ef þig vantar aðstoð.
Við getum aðstoðað þig
Við minnum á beiðnakerfi Menntavísindastofnunar og vefinn okkar þar sem ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna
Útgefið efni
Nýtt útgefið efni Menntavísindasviðs 2025 má nálgast í rannsóknagáttinni - IRIS
Listi yfir rannsóknarverkefni innan Menntavísindasviðs er að finna á https://mvsrannsoknir.hi.is/
Allar birtar greinar frá Netlu og TUM eru aðgengilegar í opnum aðgangi á heimasíðum ritanna Netla.hi.is og TUM.hi.is