Fréttir

21. október 2024

Á sunnudaginn síðastliðinn var frumfluttur þátturinn Læsi í umsjón Guðrúnar Hálfdánardóttur. Í þættinum skipuðu fulltrúar rannsóknastofunnar stóran sess. eftirfarandi var tekið af vef Rúv.

Læsi og lesskilningi barna og ungmenna hefur hrakað á Íslandi og er árangur allra árganga grunnskólans í lesfimiprófum undir viðmiðum Miðstöðvar mennt-unar og skólaþróunar. Rannsóknir sýna að tvö lykilsvið þroska barna á leik-skólaaldri; sjálfstjórn og læsi, hafa áhrif á námsárangur síðar meir.

Viðmælendur: Auður Björgvinsdóttir, Freyja Birgisdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Steinunn Gestsdóttir.

Hér má hlusta á þáttinn

1. október 2024

Velheppnuð Menntakvika var haldin 26. og 27. september síðastliðinn. Þar héldu fulltrúar rannsóknastofunnar áhugaverð erindi.

Jóhanna Thelma Einarsdóttir fjallaði um Lanis skimunarlistann og stöðu málþroska tvítyngdra leikskólabarna á pólsku og íslensku.

Kristján Ketill Stefánsson fjallaði um virka þátttöku í lestri á mið- og unglingastigi og tengsl við snjalltímanoktun á skólatíma.

Auður Soffíu Björgvinsdóttir fjallaði um áhrif markvissrar hljóðaaðferðar og félagakennslu á lestrarfærni barna og vísbendingar um lestrarvanda.

Amelia Larimer fjallaði á ensku um Effect of Explicit Peer-Assisted Instruction on Icelandic Emergent Multilingual Children´s Early Reading Growth.

25. september 2024

Meðlimir rannsóknastofunnar munu verða með ýmis erindi á Menntakviku sem er árleg ráðstefna haldin í lok september. Núna verður hún haldin í Hátíðarsal HÍ og á Sögu, nýju húsnæði Menntavísindasviðs fimmtudaginn 26. og föstudaginn 27. september.

Sjá má dagskrána hér: Dagskrá Menntakviku 2024 - Menntakvika Háskóla Íslands (hi.is)

16. september 2024

Á læsisráðstefnu HA 2024 – Hvað er að vera læs? var okkar fólk með ýmis erindi.

Auður Soffíu Björgvinsdóttir aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands var einn aðalfyrirlesara með erindið: Heimalestur: Mikilvægi samstarfs og sveigjanleika í heimalestrarþjálfun út frá stöðu heimilis og nemenda í lestri ásamt Guðbjörgu Rut Þórisdóttur læsisfræðingi og læsisráðgjafa hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.

Dr. Jóhanna Thelma Einarsdóttir prófessor við Háskóla Íslands var einnig einn aðalfyrirlesara með erindið: Hvað er til ráða varðandi stöðu fjöltyngdra barna á Íslandi.

Auður Soffíu Björgvinsdóttir var einnig með Vinnustofuna: Viltu prófa Grunn-Pals kennslustund og Málstofuna: Áhrif markvissrar hljóðaaðferðar og félagskennslu í lestrarfærni barna með vísbendingu um lestrarvanda

Dr. Anna-Lind G. Pétursdóttir var með málstofuna: Geta gagnreyndar kennsluaðferðir dregið úr ójöfnuði í lestrarnámi barna?

 

16. september 2024

Auður Soffíu Björgvinsdóttir og Freyja Birgisdóttir mættu í þáttinn Sprengisand á Bylgjunni og ræddu um Vá fyrir dyrum: Lestrarfærni þarf að batna.

Hér má hlusta á þáttinn: https://www.visir.is/k/46b8d548-0fa1-41d2-9cd1-aef2fdda3157-1725797074001/va-fyrir-dyrum-lestrarfaerni-tharf-ad-batna

 

16. september 2024

Grein eftir Freyju Birgisdóttur birtist í Morgunblaðinu 8. ágúst síðastliðinn sem heitir Matsferill í stað samræmdra prófa. Hér má lesa greinina: https://island.is/s/midstod-menntunar-og-skolathjonustu/frett/matsferill-i-stad-samraemdra-profa?fbclid=IwY2xjawFWfE5leHRuA2FlbQIxMQABHS8XeRFaQpSCyWz9izEKvjrbuiJBN5rPKsiBTXxx4ZAVy-cvzepAOqJ6XQ_aem_K9dsVXG7Wv3sbfMQaVk3zw

 

16. september 2024

Viðtal við Auði Soffíu Björgvinsdóttur birtist í Morgunblaðinu 2. september og bar titilinn Börnin kunna jafnvel enga bókstafi. Hér má lesa um greinina: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/02/bornin_kunna_jafnvel_enga_bokstafi/?fbclid=IwY2xjawFWfOxleHRuA2FlbQIxMQABHSJFVkuLDEgcUTDljtRqSu3Bcx3GmC8B86Ey746ABUI4xlcAhPa3MvIb9w_aem_MY9OV1QpLDk0O3ir7ottZg