Gæði og jafnræði í kennsluháttum á Norðurlöndum á sviði stærðfræði og náttúruvísinda. Norræn greining á TIMSS gögnum

Image

Gæði og jafnræði í kennsluháttum á Norðurlöndum á sviði stærðfræði og náttúruvísinda. Norræn greining á TIMSS gögnum

 

Hvenær?

23. apríl 2024

Frá kl. 9:30-16:00

Hvar?

Hótel Reykjavík Natura

Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík

Nánar

Ráðstefnan er ókeypis. Kaffiveitingar og hádegismatur eru einnig í boði.  

 

Smelltu hér til að fara inn á STREYMI ráðstefnunnar 

Þátttakendur smella einfaldlega á hlekkinn til að fylgjast með og hægri reiturinn í viðmótinu er til að senda inn athugasemdir eða spurningar. Þá skráir maður nafnið sitt og smellir á join audience til að senda inn spurningu.       

Dagskrá

Í hnotskurn

Ráðstefnan er haldin í tilefni af því að komið er út nýtt rit um stærðfræði- og náttúrufræðikennslu á Norðurlöndum. Nokkrir norrænir höfundar birta greiningar sínar á gögnum TIMSS rannsóknarinnar – en TIMSS er alþjóðleg rannsókn á frammistöðu nemenda í fjórða og áttunda bekk grunnskóla í þessum námsgreinum. Leitast er við að svara því hvaða kennsluhættir skila árangri og stuðla að jöfnuði. Byggt er á gögnum úr TIMSS fyrir árin 2011, 2015 og 2019. Ísland tók þátt í TIMSS árið 1995.

TIMSS (Trends in International Mathematics and Science Study) rannsóknin hefur verið lögð fyrir reglulega í um þrjá áratugi af IEA (International Association for the Evaluation of Educational Achievements). Ritið sem nú kemur út birtist í ritröðinni IEA Research for Education. Ráðstefnan er haldin með stuðningi norrænu ráðherranefndarinnar að frumkvæði Nordisk Evalueringsnetværk sem um árabil hefur beitt sér fyrir því að unnið sé sérstaklega úr norrænum rannsóknagögnum á sviði menntamála undir heitinu Northern Lights.

Ráðstefnan fer fram á Reykjavík Hótel Natura en einnig er hægt að fylgjast með ráðstefnunni og umræðum í streymi. Vinsamlega skráðu þig til þátttöku hér neðst á síðunni og tilgreindu hvort þú hyggst mæta á staðinn eða fylgjast með í streymi.

Höfundar

Norrænir höfundar greinanna og ritstjórar útgáfunnar munu kynna niðurstöður greininga sinna og taka virkan þátt í umræðum um niðurstöðurnar með þátttakendum.

Áhersla

Sérstök áhersla er lögð á að greina það hvernig niðurstöður TIMSS hafa þróast á undanförnum árum á Norðurlöndum, m.a. í tengslum við gæði kennslu og matsaðferðir, álykta um hvaða lærdóm megi draga af niðurstöðunum og hvernig megi efla jafnrétti til náms.

Þátttakendur

Ráðstefnan er fyrir alla sem áhuga hafa á menntamálum: Kennara, skólastjórnendur, foreldra, rannsakendur, nemendur, fulltrúa sveitarfélaga og fólk úr stjórnsýslu.

Skipuleggjendur

Ráðstefnan er haldin að undirlagi Nordisk evalueringsnetværk sem er norrænt samstarfsnet um mat á menntun sem Ísland á aðild að. Mennta og barnamálaráðuneytið stendur að ráðstefnunni í samvinnu við IEA, alþjóðleg samtök um námsmat í kjarnagreinum. Samstarfsaðilar eru Miðstöð mennta og skólaþjónustu (áður Menntamálastofnun), Kennarasamband Íslands og Menntavísinda­stofnun hjá Háskóla Íslands. Ráðstefnan og ritið eru fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni.

Ritið sem er til umfjöllunar

Niðurstöðurnar birtast í bókaflokknum IEA Research for Education sem er hluti af Northern Lights seríunni. Ritið ber heitið ,,Effective and Equitable Teacher Practice in Mathematics and Science: A Nordic  Perspective Across Time and Groups of Students“.

Ritið er aðgengilegt í opnum aðgangi en prentaðri útgáfu verður dreift á ráðstefnunni meðan birgðir endast.

Tungumál

Kynningar verða á ensku. Þátttakendur geta spurt og tekið þátt í umræðum á norðurlandamálum og verður leitast við að snara þeim yfir á ensku.

 

Vinsamlegast skráðu þig hér                         

Skráning

Dagskrá og ráðstefnustaður                         

Dagskrá og ráðstefnustaður

Bókaðu hér ef þig vantar gistingu á Reykjavík Hótel Natura

Hotel Reykjavik Natura