hvað er frétta í ágúst?

Hér kemur yfirlit yfir það helsta sem er frétta hjá Menntavísindastofnun. 

Hvar erum við staðsett núna?  

Þið finnið okkur á Menntavísindastofnun, á 6. hæð í Sögu í suðurenda hússins.  

Öll velkomin í heimsókn, einnig er hægt að bóka ráðgjöf hjá okkur og við finnum tíma fyrir þig. Á Menntavísindastofnun starfa nú átta manns en Gyða Fanney Guðjónsdóttir er að bætast í hópinn sem nýr verkefnastjóri doktorsnáms. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna! Starfsfólk Menntavísindastofnunar.  

IRIS - rannsóknagátt 

Búið er að uppfæra IRIS rannsóknagátt og vefslóðin breyttist því í sumar fyrir IRIS HÍ sem heldur utan um rannsóknir og rannsóknavirkni rannsakenda við Háskóla Íslands. Áður var rannsóknagáttin í samlagi með öðrum íslenskum mennta- og rannsóknastofnunum. 

Nýja vefslóðin er https://iris.hi.is/ og rannsakendur geta skráð sig inn í gegnum sinn notendaaðgang eins og áður. Hafið samband við Önnu Bjarnadóttur með hugsanlegar spurningar (annabjarnadottir@hi.is).  

Menntakvika 2025 – enn er opið fyrir innsendingar á skapandi smiðjum/kynningum! 

Nú fer senn að líða að Menntakviku og við erum í óðaönn að klára ritrýningu ágripa. Svarbréf til höfunda ágripa verða send út fljótlega. 

Þó svo að búið sé að loka fyrir innsendingu ágripa fyrir almenn ráðstefnuerindi, erum við enn að taka á móti innsendingum á skapandi smiðjum/kynningum sem verða laugardaginn 4. október í nýju húsnæði Sögu. Hægt er að senda inn lýsingu á kynningu/smiðju hér. Skilafrestur er til 15. september nk.  

Rannsóknasjóðir

Við hvetjum alla akademíska starfsmenn Menntavísindasviðs að fylgjast með auglýsingum sjóða sem úthluta styrkjum til rannsókna. Íþróttasjóður auglýsir nú eftir umsóknum fyrir 1. október nk. Á vef Rannís er einnig að finna yfirlit um umsóknafresti.  

MVS Rannsóknir - ertu með nýja rannsókn sem þú vilt setja inn á mvsrannsoknir.hi.is?  

Við minnum á rannsóknasíðu Menntavísindasviðs, www.mvsrannsoknir.hi.is, sem hefur að geyma safn af þeim helstu rannsóknarverkefnum sem eru í gangi á Menntavísindasviði þessa stundina.  

Ef þú ert með rannsókn sem er ekki komin þangað inn, þá getur þú sent inn rannsóknina hér. Einnig er velkomið að hafa samband við Íris Sigurðardóttur, irissigurdardottir@hi.is ef þú vilt bæta efni við rannsókn á síðunni sem er nú þegar komin inn. 

TUM og NETLA 

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur nýtt útgefið efni í tímaritunum TUM og NETLU.  

TUM – Sérrit um niðurstöður PISA 22 kom út í júní, í ritinu eru 6 ritrýndar greinar. Ritið er bæði gefið út á prenti og rafrænu formi, sjá nánar á heimasíðu TUM.

Það sem af er ári hafa komið út 13 greinar á vef NETLU, hér að neðan má sjá þær allra nýjustu sem komu út í sumar: 

Hunsa, forðast, fyrirgefa: Sýn barna á árekstra vina og grósku- og festuhugarfar í vináttu, höfundar eru Marit Davíðsdóttir og Eyrún María Rúnarsdóttir. 

Stjórnendur skapa rými og umgjörð fyrir ígrundun og samtal um innra mat leikskóla, höfundar eru Kristín Gísladóttir, Elín Friðriksdóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir og Karen Rut Gísladóttir. 

Transformative spaces for gender equality: Transnational experience of China and Iceland, höfundar eru Jón Ingvar Kjaran and Ge Wei. 

_____________________________________________________

Við getum aðstoðað þig  

Við minnum á beiðnakerfi Menntavísindastofnunar og vefinn okkar þar sem ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna 

Útgefið efni  

Nýtt útgefið efni Menntavísindasviðs 2025 má nálgast í rannsóknagáttinni  - IRIS 

Listi yfir rannsóknarverkefni innan Menntavísindasviðs er að finna á https://mvsrannsoknir.hi.is/ 

Allar birtar greinar frá Netlu og TUM eru aðgengilegar í opnum aðgangi á heimasíðum ritanna Netla.hi.is og TUM.hi.is     

Share