Header Paragraph

Hvað er að frétta í febrúar?

Image
fréttabréf feb

 Fréttabréf Menntavísindastofnunar var sent út í febrúar með því helsta sem er á döfinni

Rannsóknasíða Menntavísindasviðs - kynningarfundur 

  • Fyrir þau sem vilja kynna sér betur síðuna þá verður stuttur Teams fundur “Hvernig gagnast nýja rannsóknasíðan mér sem fræðimanni?” þann 5. febrúar kl. 13:00. Skráning á fundinn er hér 
  • Ný rannsóknarsíða Menntavísindasviðs sýnir yfirlit yfir  styrkt rannsóknarverkefni á sviðinu, alþjóðleg og innlend sem og styrkt doktorsverkefni. Markmiðið með síðunni er efla sýnileika og samfélagsleg áhrif rannsókna og lyfta upp öflugu rannsóknastarfi sviðsins. Skoðaðu síðuna hér: https://mvsrannsoknir.hi.is/ 

Farsæld barna - gagnlegar upplýsingar 

Menntavísindastofnun hefur tekið saman gagnlega hlekki í heimildir og gagnasöfn sem tengjast farsæld barna. Við bendum sérstaklega á samantekt yfir mælaborð bæði innlend og erlend sem geta nýst við að nálgast tölur og gögn.

Sjá nánar hér  

Umsóknarfrestur í Doktorsstyrkjasjóð HÍ er 15. febrúar    

Hver geta sótt um? 

  • Stúdentar sem skráðir eru til doktorsnáms við Háskóla Íslands geta sótt um styrki úr sjóðnum (A-leið). 
  • Fastráðnir kennarar og sérfræðingar geta enn fremur sótt um styrki fyrir væntanlega doktorsnema (B-leið). 
  • Stúdentar geta sótt um á grundvelli umsóknar um doktorsnám í samráði við fyrirhugaðan leiðbeinanda (C-leið). 

Sjá nánar hér 

Umsóknarfrestur í Erasmus+ samstarfsverkefni er 5. mars 

Samstarfsverkefni þurfa að taka mið af stefnumörkun ESB fyrir háskólastigið en geta m.a. snúið að því að auka gæði í háskólamenntun, þróa nýjar námsleiðir og námskrár, efla samstarf við atvinnulíf eða innleiða nýjar kennsluaðferðir.

Sjá nánar hér

NordForsk styrkjamöguleikar 

NordForsk auglýsir styrk til samstarfsverkefnis norrænna rannsakenda á sviði sjálfbærrar heilsu eldri borgara. Umsóknarfrestur er 20. febrúar nk.

Sjá nánar hér 

Netla og TUM 

TUM - 2. hefti 2024 kom út í lok desember, í því eru 7 ritrýndar greinar en rafræna útgáfu í heild sinni má lesa hér.

Netla – Í lok desember kom út sérrit Netlu, Menntakvika 2024. Tvær ritrýndar greinar eru birtar í sérritinu. Sjá sérritið hér.  

________________________________________________________________________________

Við getum aðstoðað þig 

Við minnum á beiðnakerfi Menntavísindastofnunar og vefinn okkar þar sem ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna

Útgefið efni 

Útgefið efni Menntavísindasviðs fyrir árið 2024 má nálgast í rannsóknargáttinni  - IRIS