Hvað er að frétta í febrúar?
Fréttabréf Menntavísindastofnunar var sent út í febrúar með því helsta sem er á döfinni
Rannsóknasíða Menntavísindasviðs - kynningarfundur
|
Farsæld barna - gagnlegar upplýsingar Menntavísindastofnun hefur tekið saman gagnlega hlekki í heimildir og gagnasöfn sem tengjast farsæld barna. Við bendum sérstaklega á samantekt yfir mælaborð bæði innlend og erlend sem geta nýst við að nálgast tölur og gögn. |
Umsóknarfrestur í Doktorsstyrkjasjóð HÍ er 15. febrúar Hver geta sótt um?
|
Umsóknarfrestur í Erasmus+ samstarfsverkefni er 5. mars Samstarfsverkefni þurfa að taka mið af stefnumörkun ESB fyrir háskólastigið en geta m.a. snúið að því að auka gæði í háskólamenntun, þróa nýjar námsleiðir og námskrár, efla samstarf við atvinnulíf eða innleiða nýjar kennsluaðferðir. |
NordForsk styrkjamöguleikar NordForsk auglýsir styrk til samstarfsverkefnis norrænna rannsakenda á sviði sjálfbærrar heilsu eldri borgara. Umsóknarfrestur er 20. febrúar nk. |
Netla og TUM TUM - 2. hefti 2024 kom út í lok desember, í því eru 7 ritrýndar greinar en rafræna útgáfu í heild sinni má lesa hér. Netla – Í lok desember kom út sérrit Netlu, Menntakvika 2024. Tvær ritrýndar greinar eru birtar í sérritinu. Sjá sérritið hér.
|
________________________________________________________________________________ Við getum aðstoðað þig Við minnum á beiðnakerfi Menntavísindastofnunar og vefinn okkar þar sem ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna Útgefið efni Útgefið efni Menntavísindasviðs fyrir árið 2024 má nálgast í rannsóknargáttinni - IRIS |