LPP ráðstefna

 Kæra starfsfólk Menntavísindasviðs.

Hér koma nokkur atriði sem við viljum minna á núna í nóvember í tengslum við rannsóknir og útgáfu.   

 

Viltu vita meira um IRIS rannsóknargátt? 

Anna Bjarnadóttir, verkefnastjóri á Menntavísindastofnun, verður með kynningu á TEAMS 2. desember kl. 13:00 – 13:30.  

Farið verður yfir:  

  • Skráningu inn í kerfið. 

  • Persónulegt svæði rannsakanda. 

  • Skráning á efni og tenging við aðra reikninga, t.d. ORCID.  

    Hlekkur á kynninguna hér.

 

NETLA og TUM

Tvær nýjar greinar komu út á vef Netlu þann 11. nóvember. 

Rannveig Oddsdóttir er höfundur nýrrar greinar  um rannsókn með þann tilgang að skoða þróun lestrarfærni barna í 1.– 2. bekk í ellefu Byrjendalæsisskólum: Hér er hægt að kynna sér greinina.  

Einnig birtist grein um sýn deildarstjóra á undirbúningstíma í leikskólum og hvernig hann er nýttur til að efla faglega þróun og auka gæði leikskólastarfs. Höfundar eru Anna Magnea Hreinsdóttir, Sara Margrét Ólafsdóttir og Margrét S. Björnsdóttir. Hér er hægt að kynna sér greinina. 

Veglegt hausthefti TUM er væntanlegt í næsta mánuði og verður það kynnt sérstaklega þegar nær dregur útgáfu.   

 

Menntarannsóknasjóður

Við minnum á að umsóknarfrestur um styrki úr Menntarannsóknasjóði var framlengdur til 26. nóvember kl. 15. 

Við hvetjum fræðafólk og doktorsnema á Menntavísindasviði til að sækja um í sjóðinn. Ellen Dröfn Gunnarsdóttir (edg@hi.is) og Kristín Harðardóttir (krishar@hi.is) geta veitt aðstoð og svarað fyrirspurnum um umsóknarferlið.

 

Hver er upplifun nemenda af eigin snjallsímanotkun?

Við mælum með því að hlusta á nýjasta þátt Menntavísindavarpsins þar sem Svava Pétursdóttir, dósent við Menntavísindasvið og talskona stafrænnar borgaravitundar ræðir meðal annars samfélagslegan ávinning aukinnar fræðslu um stafræna borgarvitund, frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um lög sem heimila samræmdar reglur um notkun snjalltækja og samfélagsmiðla í skólum og INSPECT rannsóknina þar sem hún rannsakar upplifun nemenda í 5. bekk og 9. bekk á eigin snjallsímanotkun. 

 

MVS Rannsóknir - ertu með nýja rannsókn sem þú vilt setja inn á mvsrannsoknir.hi.is?

Við minnum á rannsóknasíðu Menntavísindasviðs, www.mvsrannsoknir.hi.is, sem hefur að geyma safn af þeim helstu rannsóknarverkefnum sem eru í gangi á Menntavísindasviði þessa stundina. 

Ef þú ert með rannsókn sem er ekki komin þangað inn, þá getur þú sent hana inn hér. Einnig er velkomið að hafa samband við Írisi Sigurðardóttur, irissigurdardottir@hi.is ef þú vilt bæta efni við rannsókn á síðunni sem er nú þegar komin inn.

Share