Menntakvika2025

Hér koma nokkur atriði sem við viljum minna á núna í október.   

IRIS rannsóknargátt  

Vertu tímanlega í að uppfæra efnið þitt inn á IRIS til að flýta fyrir stigamati í febrúar. Nú er lag að setja efni inn í rannsóknargáttina meðal annars ráðstefnuerindi, t.d. frá nýafstaðinni Menntakviku, greinar, bókakafla, skýrslur og fjölmiðlaumfjallanir.   

ORCID auðkenni 

Við hvetjum einnig þá rannsakendur sem ekki eru nú þegar komnir með ORCID auðkenni að fá sér slíkt. Það getur sparað vinnu við að skrá inn upplýsingar í IRIS og víða er farið fram á að umsækjendur gefi upp slíkt númer þegar sótt er um styrki í rannsóknarsjóði. Í leiðarvísum frá Landsbókasafni má sjá ýmsar hagnýtar upplýsingar um ORCID. 

Ef þú vilt aðstoð í tengslum við IRIS eða ORCID þá er hægt að hafa samband við Önnu Bjarnadóttur gegnum póstfangið annabjarnadottir@hi.is.   

Opið fyrir umsóknir í Menntarannsóknasjóð 

Við minnum á að auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Menntarannsóknasjóði. Umsóknafrestur er til 21. nóvember kl. 15. Við hvetjum fræðafólk og doktorsnema á Menntavísindasviði til að sækja um í sjóðinn. Ellen Dröfn Gunnarsdóttir (edg@hi.is) og Kristín Harðardóttir (krishar@hi.is) geta veitt aðstoð og svarað fyrirspurnum um umsóknarferlið.   

Nýjar greinar í NETLU  

Ebba Áslaug Kristjánsdóttir og Ingibjörg V. Kaldalóns eru höfundar nýrrar greinar á vef Netlu, „Þakklát fyrir reynsluna en ekki fyrir krabbameinið“: Upplifun ungra kvenna af krabbameini og lærdómur þeirrar reynslu. Í greininni er fjallað um rannsókn á upplifun fjögurra ungra kvenna sem greindust með krabbamein og lærdómi þeirrar lífsreynslu. Hér getur þú lesið greinina.  

Munnleg lokapróf eru sjaldgæf í íslensku háskólakerfi þrátt fyrir aldalanga sögu. Í nýrri grein á vef Netlu er fjallað um munnleg próf sem matsaðferð í háskólakennslu, skoðaðir bæði kostir þeirra og áskoranir. Titill greinar er Munnleg lokapróf í háskólakennslu: Kostir áskoranir og upplifun nemenda. Höfundur er Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir. Hér getur þú lesið greinina.  

___________________________________________________________________ 

Við getum aðstoðað þig   

Við minnum á beiðnakerfi Menntavísindastofnunar og vefinn okkar þar sem ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna  

Útgefið efni   

Nýtt útgefið efni Menntavísindasviðs 2025 má nálgast í rannsóknagáttinni  - IRIS  

Listi yfir rannsóknarverkefni innan Menntavísindasviðs er að finna á https://mvsrannsoknir.hi.is/  

Allar birtar greinar frá Netlu og TUM eru aðgengilegar í opnum aðgangi á heimasíðum ritanna Netla.hi.is og TUM.hi.is      

Share