Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun. Menntavísindastofnun Háskóla Íslands er framkvæmdaraðili æskulýðsrannsóknarinnar.
í septembermánuði var opnuð ný heimasíða íslensku æskulýðsrannsóknarinnar - veffang hennar er iae.is
Ný skýrsla kom út síðastliðið vor þar sem kynntar voru niðurstöður rannsóknarinnar sem lögð var fyrir í grunnskólum landsins vorið 2023 - Íslenska æskulýðsrannsóknin: Farsældarvísar 2023. Hér má kynna sér allar útgefnar skýrslur ÍÆ