Þann 26. mars 2021 fer fram ráðstefnan Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2021: Hvert er ferðinni heitið?
Dagskrá verður tilkynnt í byrjun mars.
Að ráðstefnunni standa: Tómstunda- og félagsmálafræðibraut MVS Háskóla Íslands, Háskólinn á Akureyri, Rannsókn og greining Háskólanum í Reykjavík, Rannsóknarstofa í tómstundafræðum, Rannsóknarstofa í bernsku og æskulýðsfræðum, SAMFÉS, Félag íþrótta- æskulýðs- og tómstundafulltrúa FÍÆT og Félag fagfólks í frítímaþjónustu FFF og Æskulýðsráð.
Skráning fer fram hér
Yfirskrift ráðstefnunnar er Hvert er ferðinni heitið?
Opnað hefur verið fyrir innsendingu ágripa.
Öll sem vinna að rannsóknum og eða fræðilegum skrifum á sviði æskulýðsmála, sem og þau sem starfa á vettvangi eru hvött til að senda inn ágrip að erindum, eða hugmynd að uppleggi fyrir málstofur.
- Innsend ágrip skulu vera 100-150 orð
- Lengd hvers erindis skal vera 12–15 mínútur
-gera skal ráð fyrir 3–5 mínútna umræðum
Ágrip skulu send á netfangið jakobf@hi.is
Síðasti dagur til innsendingar ágripa er 1. mars 2021.
Tim Corney, dósent frá Victoria University í Melbourne, Ástralíu
Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra æskulýðsvettvangsins, handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar og meistaranemi í Tómstunda- og félagsmálafræði
Ársæll Már Arnarsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands