Netla sérrit 2025 – Íslenska æskulýðsrannsóknin
Stefnt er að útkomu sérrits á vegum Netlu um niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar (ÍÆ). Áætluð útgáfa er haustið 2025.
Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Markmið rannsóknarinnar er að safna gögnum um viðhorf barna og ungs fólks til ýmissa þátta sem snúa eftirfarandi farsældarþáttum:
· Menntun
· Lífsgæðum og félagslegri stöðu
· Heilsu og vellíðan
· Öryggi og vernd
· Þátttöku í íþrótta-, tómstunda- og samfélagsstarfi og félagslegum tengslum
Í sérritinu verður rýnt í niðurstöður og þær ræddar í breiðara samhengi með það að markmiði að nýta þá umfangsmiklu rannsókn sem ÍÆ er. Niðurstöðurnar sem um ræðir eru eftirfarandi:
Grunnskólarannsókn: Niðurstöður ÍÆ vor 2022, 2023 og 2024
Framhaldsskólarannsókn: Niðurstöður ÍÆ 2023-2024
Könnun meðal ungs fólks utan skóla: Niðurstöður ÍÆ 2023
Allar útgefnar skýrslur og gagnasjá má finna á heimasíðu ÍÆ - https://iae.is/
Einnig er hægt að nota gögn úr alþjóðlegu rannsóknunum HBSC og ESPAD.
Gert er ráð fyrir ritrýndum greinum í samræmi við kröfur Netlu um form og frágang, sjá leiðbeiningar um framsetningu hér: https://netla.hi.is/heim/greinarhofundar/
Höfundum er einnig boðið að senda inn ritstýrðar greinar sem tengjast sjónarmiðum fagfólks, stjórnenda, foreldra eða nemenda til ÍÆ rannsóknarinnar.
Nánari upplýsingar um rannsóknina veitir Ragný Þóra Guðjohnsen faglegur stjórnandi ÍÆ - ragny@hi.is
Upplýsingar um gögn og aðgengi að gögnum rannsóknarinnar veitir Ólöf Ragna Einarsdóttir - ore@hi.is
Skilafrestur handrita er 30. apríl 2025 í tölvupósti á netfangið annabjarnadottir@hi.is – greinum skal skila í sniðmáti Netlu
