Menntakvika2026

Menntakvika verður haldin miðvikudag og fimmtudag, 30. september og 1. október 2026, og stendur að þessu sinni yfir tvo heila daga. 

Aðalerindi ráðstefnunnar verða eftir hádegi á miðvikudeginum (um kl. 14:00). 

Dagskrá Menntakviku 2026 mun samanstanda af hefðbundnum ráðstefnuerindum og vinnusmiðjum og verður lögð áhersla á að raða erindum í dagskrá þannig að sem flest geti tekið þátt. 

Kall eftir ágripum verður sent út í vor og hvetjum við öll áhugasöm til að fylgjast með og senda inn ágrip. 

Ráðstefnan er öllum opin og þátttaka er ókeypis. Ráðstefnuerindum verður streymt á Zoom, en ekki tekin upp.

Nánari upplýsingar verða sendar síðar. 

Við sendum þessar upplýsingar tímanlega núna svo þið getið tekið dagana frá og jafnvel bætt í dagskrá eða skóladagatöl hjá ykkar stofnunum, svo sem flest geti mætt á Menntakviku!

Share