Nýtt tölublað Tímarits um uppeldi og menntun er komið út
Nýtt tölublað Tímarits um uppeldi og menntun er komið út
Í ritinu eru fimm ritrýndar fræðigreinar um ólík efni í menntavísindum eftir átta höfunda, auk ritdóms.
Greinarnar fjalla um vettvangsnám leikskólakennaranema, siðfræði og sjálfsþekkingu í Gísla sögu Súrssonar, tilfærslur í starfi skólastjóra í grunnskóla, líðan grunnskólakennara í upphafi starfs og farsæld sem markmið menntunar.
Alla jafnan kemur ritið út tvisvar á ári, bæði í rafrænu formi og prentað. Einingis eitt rit kom út á árinu 2023 en rannsakendur eru hvattir til að senda handrit til ritstjóra og áætlað að næsta rit komi út í júní 2023.
Allar greinar ritsins eru í opnum aðgangi inn á heimasíðu ritsins og þar eru jafnframt leiðbeiningar fyrir þá sem hafa áhuga á að senda inn handrit.
Áhugasamir um áskrift eða kaup að prentuðu riti er bent á að hafa samband í gengum netfangið tum@hi.is.
Tímaritið er á lista hjá DOAJ (directory of open access journals and articles) sem er ákveðinn gæðastimpill tímarita í opnum aðgangi.