Header Paragraph

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Menntarannsóknasjóð

Image
vinna í tölvu

*English below*

Það gleður okkur að tilkynna að opnað hefur verið fyrir umsóknir í Menntarannsóknasjóð hjá Rannís. 

Rannsóknaráherslurnar í ár eru eftirfarandi:

  • Nám og kennsla nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og fjöltyngi.
  • Menntun og farsæld barna og ungmenna og þverfagleg samvinna milli skólastiga og þjónustukerfa.
  • Þróun kennsluhátta í íslensku, stærðfræði og náttúrugreinum á grunn- og framhaldsskólastigi.
  • Læsi og námsorðaforði.
  • Kennaraspá fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólastig (nýliðun, brotthvarf og starfsumhverfi).
  • Farsælt frístundastarf fyrir börn á aldrinum 6-18 ára.

Nánari upplýsingar má finna á vef Rannís.

Umsóknarfrestur rennur út 23. nóvember kl 15:00

Endilega hafið samband við Ellen Dröfn Gunnarsdóttur (edg@hi.is), Ellen Óttarsdóttur (ellen@hi.is) eða Steingerði Ólafsdóttur (steingeo@hi.is) ef viljið frekari upplýsingar og aðstoð við umsóknarferlið. 

_________________________________________

 

We are pleased to announce that the Education Research Fund is open for applications.

The deadline is November 23rd 2023, at 15:00 o'clock.

You are welcome to contact Ellen Dröfn Gunnarsdóttir (edg@hi.is), Ellen Óttarsdóttir (ellen@hi.is) or Steingerður Ólafsdóttir (steingeo@hi.is) for further information or assistance for the application process.