RannVERK

Rannsóknarstofa um verk- og starfsmenntun og þróun verklegrar kunnáttu (RannVERK)

Rannsóknarstofan er vettvangur til samstarfs og samræðu um  rannsóknir á þessu sviði. Henni tilheyra fjölbreyttar rannsóknir og verkefni sem tengjast verk- og starfsmenntun og þróun verklegrar kunnáttu. 

Nemendur sem skrifa um eða rannsaka verk- og starfsmenntun í sínum lokaverkefnum geta tilheyrt eða leitað til rannsóknarstofunnar.

 

Mynd

Markmið rannsóknarstofunnar:

  • að hafa rannsóknir í forgrunni
  • að skapa sameiginlegan vettvang þeirra sem leggja stund á rannsóknir tengdum verk- og starfsmenntun (e. vocational education and training) og þróun verklegrar kunnáttu (e. procedural learning/skill acquisition).
  • að skapa vettvang til samstarfs og samræðu um rannsóknir á sviðinu
  • að nemendur sem skrifa um eða rannsaka verk- og starfsmenntun í lokaverkefnum sínum geti tilheyrt eða leitað til stofunnar.
  • að rannsóknastofan geti hýsi fjölbreyttar rannsóknir og verkefni sem tengjast verk- og starfsmenntun og þróun verklegrar kunnáttu.
  • að stofan sé samráðsvettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á verk- og starfsmenntun.

Hlutverk rannsóknarstofunnar:

  • að hvetja til umræðu um verk- og starfsmenntun á breiðum grunni 
  • að stuðla að rannsóknarsamstarfi við þá sem starfa á vettvangi  
  • að leita leiða til að miðla niðurstöðum áfram til þeirra sem málið varðar.

 

Elsa Eiríksdóttir, dósent við deild faggreinakennslu, Menntavísindasviði Háskóla Íslands (formaður)

Jón Torfi Jónasson, prófessor emeritus, Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla

Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjórn í menntaverkefnum, Samtökum Iðnaðarins

Í smíðum er síða um íslenskar heimildir, greinar og skýrslur, um starfsmenntun

Í smíðum er síða sem listar ráðstefnur, fagfélög og netverk tengd rannsóknum á verk- og starfsmenntun

Í smíðum er síða sem listar rannsóknarverkefni á vegum rannsóknarstofunnar