RannVERK

Rannsóknarstofa um verk- og starfsmenntun (RannVERK)

Rannsóknarstofunni er ætlað að vera vettvangur til samstarfs og samræðu um rannsóknir á verk- og starfsmenntun og eins að halda utan um rannsóknarverkefni og fræðilegt efni á þessu sviði.

Nemendur sem skrifa um eða rannsaka verk- og starfsmenntun í sínum lokaverkefnum leitað til rannsóknarstofunnar.

 

Image

Markmið rannsóknarstofunnar:

  • að skapa samráðsvettvang fyrir þá sem hafa áhuga á verk- og starfsmenntun, til samstarfs og samræðu um rannsóknir á sviðinu
  • að vera upplýsingaveita um íslenskar rannsóknir tengdar verk- og starfsmenntun.
  • að styðja við nemendur sem skrifa um eða rannsaka verk- og starfsmenntun í lokaverkefnum sínum.
  • að tengja saman rannsakendur og hvetja til fjölbreyttra rannsókna á verk- og starfsmenntun.

Hlutverk rannsóknarstofunnar:

  • að hvetja til umræðu um verk- og starfsmenntun á breiðum grunni 
  • að stuðla að rannsóknarsamstarfi við þá sem starfa á vettvangi  
  • að leita leiða til að miðla niðurstöðum áfram til þeirra sem málið varðar.

Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla

Elsa Eiríksdóttir, dósent við deild faggreinakennslu, Menntavísindasviði Háskóla Íslands (formaður og tengiliður: elsae@hi.is)

Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjórn í menntaverkefnum, Samtökum Iðnaðarins

Jón Torfi Jónasson, prófessor emeritus, Menntavísindasviði Háskóla Íslands