RannVERK: Ráðstefnur, fagfélög, netverk og rannsóknarstofnanir

Ráðstefnur

Menntakvika er árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og haldin í október í húsnæði Menntavísindasviðs. RannVERK stendur fyrir málstofu um rannsóknir á verk- og starfsmenntun á Menntakviku.

Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin.

Sjá heimasíðu: Menntakvika 

Ráðstefna NordYrk er haldin árlega í júní og ferðast á milli Norðurlandanna. 

Skilafrestur ágripa er yfirleitt í lok janúar.

Sjá heimasíðu: NordYrk 

ECER er árleg ráðstefna Evrópsku menntarannsóknarsamtakanna, European Educational Research Association (EERA). Ráðstefnan er haldin í lok ágúst og þar er fjallað um rannsóknir á öllum stigum og sviðum menntunar. Af rúmlega 30 netverkum innan EERA, fjallar netverk nr. 2 sérstaklega um starfsmenntun, Vocational education and training (VETNET).  

Skilafrestur ágripa er yfirleitt í lok janúar.

Sjá heimasíðu: ECER

Sjá heimasíða netverks nr. 2: Vocational Education and Training (VETNET)

EARLI eru samtök um rannsóknir tengdar námi og kennslu og standa fyrir ráðstefnu annað hvert ár í lok ágúst. Innan EARLI eru faghópar (Special Interest Groups, SIG) sem snúa að tilteknum rannsóknarefnum og SIG 14 - Learning and professional development tekur til starfsmenntunar meðal annars. SIG 14 stendur fyrir sérstakri ráðstefnu annað hvert ár (það ár sem ráðstefna EARLI er ekki). 

Skilafrestur ágripa er yfirleitt í lok október.

Sjá heimasíðu: EARLI 

Sjá heimasíðu SIG 14: Learning and Professional Development

Journal of Vocational Education & Training (JVET) er fagtímarit sem birtir fræðigreinar um starfsmenntun. En JVET er einnig netverk sem tengist tímaritinu og heldur ráðstefnur annað hvert ár í júní/júlí í Oxford, Bretlandi.

Sjá heimasíðu netverksins: JVET

NERA ráðstefnan er haldin árlega á vegum norrænu menntarannsóknarsamtakanna, the Nordic Educational Research Association (NERA). Það er ekkert netverk sem sérstaklega snýr að starfsmenntun og því er allur gangur á því hvort einhver umfjöllun sé um það rannsóknarsvið á ráðstefnunni.

Sjá heimasíðu: NERA  

Stockholm International er haldin annað hvert ár um borð í ferju á milli Stokkhólms og Helsinki og er á vegum rannsóknarhóps við Háskólann í Stokkhólmi.

Sjá heimasíðu: https://stockholminternationalvet.com/

Hér má nálgast útgáfu bóka sem tengjast ráðstefnunni: Emergent issues in research on VET

Fagfélög og netverk

NordYrk

NordYrk er norrænt netverk um rannsóknir á starfsmenntun. Markmið netverksins er að efla rannsóknir á starfsmenntun og styðja norrænt samstarf á þessu sviði. Netverkið stendur fyrir útgáfu á fagtímariti og árlegri ráðstefnu. 

Fulltrúar Íslands í stjórn NordYrk eru Elsa Eiríksdóttir dósent á Menntavísindasviði HÍ, Guðrún Randalín Lárusdóttir aðstoðarskólameistari Tækniskólans og Jóhannes Árnason framhaldsskólakennari í Verkmenntaskólanum á Akureyri. 

Heimasíða NordYrk

Önnur netverk

European Research Network Vocational Education and Training (VETNET)

International Research Review Group - Edge Foundation