Samtal um fagið: Vinnusmiðja fyrir leikskólastarfsfólk af erlendum uppruna

Image
""

Samtal um fagið: Vinnusmiðja fyrir leikskólastarfsfólk af erlendum uppruna

Hvernig getum við byggt brýr á milli heimamenningar og leikskólamenningar?

Markmið vinnusmiðjunnar er að efla þekkingu starfsfólks á sviði leikskólakennarafræða og fjölmenningar, að hvetja til notkunar á þeirra eigin reynslu, menningu og tungumáli í daglegu starfi, samskiptum við samstarfsfólk og foreldra.

Vinnusmiðjan byggir á nýju námskeiði Samtal um fagið sem er einingabært námskeið við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Markhópur: Kennarar og starfsfólk af erlendum uppruna í leikskólum út um allt land.

Vinnusmiðjan er kennd árlega.

Leikskólar og sveitarfélög geta haft samband við Menntavísindastofnun og pantað vinnismiðju fyrir sitt starfsfólk.

Kennsla fer fram á Menntavísindasviði Háskóla Íslands eða í gegnum ZOOM. Lengd smiðjunnar er 6 klukkustundir og er henni skipt í tvær lotur.

Vinnusmiðjan fer fram á íslensku og er skipulögð í formi stuttra fyrirlestra, umræðna og hópavinnu um:

  • Lög um leikskóla
  • Grunnþætti menntunar í aðalnámskrá leikskóla
  • Menningarnæmi
  • Menntun án aðgreiningar / menntun fyrir öll börn
  • Menningarmiðaðar kennsluaðferðir
  • Samstarf heimila og skóla / foreldrasamstarf 
Image
""

Kynningarmyndband

Samtal um fagið - fjölmenning og skólastarf

Nánari upplýsingar

Mynd af Artem Ingmar Benediktsson Artem Ingmar Benediktsson Nýdoktor 5255994 artem [hjá] hi.is