Samþætting námsgreina, skapandi nám og teymiskennsla

Einingabært námskeið fyrir grunnskólakennara (10 ECTS á framhaldsstigi

Námskeiðið hentar öllum starfandi kennurum í grunnskóla. 

Inntökuskilyrði: Bakkalárgráða (B.Ed., B.A., B.S. eða jafngildi þess). 

Markmið með námskeiðinu er að gefa kennurum tækifæri til að brjóta til mergjar hugmyndir um samþættingu námsgreina, skapandi nám og teymiskennslu

Námskeiðið er skipulagt í samstarfi við Skóla- og Frístundasvið Reykjavíkurborgar. 

Kennsla við Menntavísindasvið HÍ hefst 23. ágúst 2021. 

Námskeiðið verður kennt eftir hádegi á fimmtudögum, á haustmisseri 2021. Byggt verður á þátttökufyrirlestrum, umræðum, samvinnu, verkefnum og leiðsögn. Lögð verður áhersla á samræðu og skoðanaskipti um efnið og að þátttakendur fái tækifæri til að skipuleggja viðfangsefni sem þeir geta prófað í eigin kennslu.

Síðasti skráningardagur er 23. júní 2021. 

Skráningargjald: 55.000 kr. 

ATH! Fólk sem er skráð í Háskóla Íslands og hefur greitt skráningargjald fyrir veturinn 2021-22 þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir þetta námskeið. Sama gildir um fólk sem hefur skráð sig í opið námskeið á haustmisseri, það greiðir samtals kr. 55.000 fyrir misserið (hámark tvö námskeið á misseri). 

Hægt er að sækja um styrki t.d. frá Vonarsjóði KÍ. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu félagsins

Endilega hafið samband við starfsthrounmvs@hi.is ef einhverjar spurningar varðandi skráningar vakna. 

Mikilvægt er að hafa í huga

að nemendur sem nú stunda nám í grunnskólum verða virkir þjóðfélagsþegnar langt fram á þessa öld. Margir þeirra munu vinna störf og með tækni sem enn hefur ekki verið fundin upp. Með hliðsjón af þessu þarf að haga námi þannig að það ýti undir áræðni nemenda, að þeir þori að koma hugmyndum sínum á framfæri og geti bæði gagnrýnt og tekið gagnrýni. Samþætting námsgreina felur í sér fjölmörg tækifæri til samvinnu kennara, og um leið teymiskennslu, um flest þau viðfangsefni sem glíma þarf við og þjálfar nemendur í margvíslegum vinnuaðferðum.

Image
""

Umsjónarkennari

Mynd af Lilja M Jónsdóttir Lilja M Jónsdóttir Fyrrverandi kennari 5255533 liljamj [hjá] hi.is

Fjallað verður um

hugmyndir um samþættingu ýmissa námsgreina grunnskólans og skapandi starf, þar sem nemendur fá tækifæri til að taka virkan þátt í undirbúningi og mótun heildstæðra viðfangsefna. Farið verður í hugmyndafræði og skipulagningu samþættingar út frá ólíkum aðferðum og nálgunum. Þá kynnast nemendur kennsluaðferðum leiklistar og verða verkleg viðfangsefni mótuð út frá hugmyndum nemenda og sköpunargleði. Tekin verða margvísleg dæmi úr kennslu. Þátttakendur fá tækifæri til að skipuleggja viðfangsefni til að reyna í eigin kennslu út frá þessum hugmyndum. Jafnframt er lögð áhersla á að þátttakendur miðli hugmyndum og deili reynslu sinni.

Image
""

Nánari upplýsingar

Mynd af Katrín Valdís Hjartardóttir Katrín Valdís Hjartardóttir Verkefnisstjóri 5255911 kava [hjá] hi.is