Spjallstund - Fjarfundir á Menntastefnumóti 2021

Fjarfundir Menntavísindasviðs eru einstakt tækifæri til samtals og samráðs við sérfræðinga á sínum sviðum.

Við hlökkum til að hitta ykkur og spjalla!

Hlekkur á fjarfund með Guðrúnu Ragnarsdóttur lektor og Súsönnu Margréti Gestsdóttur aðjunkt, báðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands 
 

Leiðsagnarsamtal kennsluráðgjafa og kennaranema - sýnidæmi:
Íris Björk Eysteinsdóttir, kennsluráðgjafi, leiðsagnarkennari og verkefnastjóri í Hörðuvallaskóla
Birta Rún Jóhannsdóttir, umsjónarkennari í 7. bekk í Hörðuvallaskóla og fimmta árs nemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Hvernig styðjum við kennaranema og nýliða í starfi og stuðlum að starfsvexti þeirra og skólaþróun? Námstækifæri á Menntavísindasviði Háskóla Íslands eru kynnt í þessu myndbandi og sýnt er dæmi um leiðsagnarsamtal kennsluráðgjafa og kennaranema. 

 

Hlekkur á fjarfund með Rannveigu Björk Þorkelsdóttur dósent og Írisi Ellenberger lektor, báðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
 

Rætt verður vítt og breitt um samþættingu leiklistar og samfélagsgreina og sagt frá kennsluþróunarverkefni þar sem kennsla leiklistar og samfélagsgreina er samþætt. Samþættingin á sér stað með sameiginlegri kennslu þvert á námskeiðin og verkefnum sem leiklistar- og samfélagsgreinanemar vinna í sameiningu. Markmið verkefnisins er að stuðla að samvinnunámi og samstarfi milli faggreina og þjálfa verðandi kennara í nútímakennsluháttum, en samþætting ólíkra námgreina, t.d. með þemaverkefnum, færist sífellt í vöxt í grunnskólum. Það þjálfar jafnframt kennaranema í list- og samfélagsgreinum í að beita skapandi aðferðum til að takast á við samfélagslegar áskoranir með grunnskólanemendum.