Stjórn og hlutverk - Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði

Hlutverk og markmið RÍH eru þríþætt:

  1. Að stunda vísindarannsóknir.
  2. Að veita rannsóknarþjónustu og ráðgjöf.
  3. Að standa fyrir ráðstefnum, málþingum, námskeiðum og útgáfu á sviði íþrótta- og heilsufræða. 

Vísindarannsóknir

Markmið með rannsóknarstarfi RÍH eru að:

  • eiga frumkvæði að og efla rannsóknir á sviði íþrótta- og heilsufræða.
  • skapa aðstöðu til rannsókna fyrir unga vísindamenn, svo sem meistara- og doktorsnema á sviði íþrótta- og heilsufræða.
  • veita nemendum í rannsóknartengdu framhaldsnámi þjálfun og reynslu í vísinda­legum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknarstörf á vegum RÍH.
  • RÍH sé samstarfsvettvangur um rannsóknarstarf fræðimanna á sviði íþrótta- og heilsufræða.
  • RÍH sé vettvangur til rannsóknarsamstarfs við fræðimenn annarra fræðasviða.
  • hafa samstarf og tengsl um rannsóknir við þá aðila sem móta stefnu og sjá um framkvæmdir á sviði íþrótta- og heilsufræða í samfélaginu.

Rannsóknarþjónusta og ráðgjöf

Markmið með rannsóknarþjónustu og ráðgjöf RÍH eru að:

  • veita íþróttafólki, íþróttafélögum og sérsamböndum rannsóknarþjónustu.
  • veita ráðgjöf og aðra þjónustu á sviði íþrótta- og heilsufræða til félagasamtaka, einkaaðila, fyrirtækja sem og opinberra stofnanna eins og heilbrigðisstofnana og skólastofnana.

Ráðstefnur og málþing

Markmið með miðlunarstarfi RÍH eru að:

  • miðla þekkingu á sviði íþrótta- og heilsufræða og kynna niðurstöður rann­sókna, m.a. með útgáfu fræðigreina, fræðirita og með fyrirlestrahaldi.
  • standa fyrir ráðstefnuhaldi á sviði íþrótta- og heilsufræða fyrir innlenda sem erlenda þátttakendur.
  • standa fyrir málþingum fyrir félagasamtök eins og íþróttahreyfinguna, heibrigðis­samtök og skólastofnanir.

Formaður

Stjórn

Starfsfólk RÍH