Stjórn og hlutverk - Rannsóknarstofa um Stærðfræðimenntun
Rannsóknastofa um stærðfræðimenntun var stofnuð 24. júní 2008.
Stofan myndar umgjörð um rannsóknir á fræðasviðinu stærðfræðimenntun.
Rannsóknastofan sinnir rannsóknum á fræðasviðinu stærðfræðimenntun, er samstarfsvettvangur fræðimanna á sviðinu, stuðlar að tengslum við önnur fræðasvið og á samstarf við innlenda og erlenda aðila um rannsóknir og önnur samskipti, meðal annars þjálfun stúdenta í rannsóknartengdu námi.
Stofan leitast við að miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna á sviðinu, með útgáfu skýrslna, handbóka og fræðigreina og -rita ásamt með ráðstefnu- og fyrirlestrahaldi. Hún veitir ráðgjöf á sviðinu eftir því sem aðstæður leyfa og eftir verður leitað.
Formaður
Freyja Hreinsdóttir
Meðstjórnendur
- Bjarnheiður Kristinsdóttir
- Friðrik Diego
- Ingólfur Gíslason
- Ósk Dagsdóttir