Stjórn og hlutverk - RANNUM

Aðalmarkmið rannsóknarstofunnar er að auka og efla menntarannsóknir og þróunarstörf sem tengjast upplýsingatækni og miðlun.

Upplýsingatæknibyltingin hefur valdið gríðarlegum breytingum sem móta störf og lífsstíl fólks og hvergi sér fyrir endann á.

Áhrif á nám og skólastarf hafa einnig verið töluverð. Innlendar og erlendar rannsóknir benda til að tölvuvæðing grunnskóla sé langt komin hér á landi en nýting upplýsingatækninnar mun síður.

Mikil þróun hefur engu að síður átt sér stað í fjarnámi og -kennslu, ekki síst í kennaramenntun og á framhaldsskólastiginu.

Rannsaka þarf þróun í nýtingu upplýsingatækni á öllum skólastigum, kanna m.a. áhrif hennar á uppeldi og skólastarf, kennara og nemendur, hvernig efla má færni nemenda og kennara á sviðinu, skoða möguleika og tálma sem í tækninni felast og þau vandamál sem henni geta fylgt.

Brýnt er að bæta og auka samstarf einstaklinga, samtaka og stofnana hvað varðar rannsóknir og þekkingarmiðlun.

Einnig þarf að efla samstarf um nýsköpun, þróun og mat, t.d. á stafrænu námsefni og fræðsluefni fyrirtækja, stofnana og safna, afþreyingarefni eða leikjum, búnaði sem stuðlar að tæknilæsi á meðal barna og unglinga og margvíslegum hugbúnaði til skráningar, samskipta og miðlunar.

Stefnt er að öflugu samstarfi innlendra og erlendra aðila af mismunandi fræðasviðum.

Hafa samband

Rannsóknastofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM)

  • Sólveig Jakobsdóttir, ábyrgðarmaður, soljak@hi.is
  • Menntavísindasvið Háskóla Íslands
  • Bolholti 6, 5.hæð, 105 REYKJAVÍK
  • Símar: 525-5568, 663-7561

Stjórn RANNUM var upphaflega tilnefnd á fundi stofnaðila 11. febrúar 2009 en endurnýjuð 2012 (mars),  2015 (nóvember), 2018 (apríl) og 2021 (september)

Stjórn 2021-2023 

  • Dr. Sólveig Jakobsdóttir, soljak@hi.is (formaður)
  • Dr. Þuríður Jóhannsdóttir, prófessor
  • Salvör Gissurardóttir lektor
  • Svava Pétursdóttir, lektor
  • Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, aðjúnkt
  • Tryggvi B. Thayer, kennsluþróunarstjóri Menntavísindasviðs HÍ

 

Stuðningsaðilar:

  • Heimili og skóli (Arnar Ævarsson/Sigurður Sigurðsson)
  • 3f - félag um UT og menntun (Elínborg Siggeirsdóttir/sólveig Friðriksdóttir)