
TUM – Sérrit um niðurstöðu PISA komið út
Nýjasta tölublað Tímarits um uppeldi og menntun er nú komið út. Þetta fyrsta tölublað ársins er sérrit um niðurstöður PISA 2022. Í sérritinu eru sex ritrýndar greinar eftir fræðafólk á Menntavísindasviði HÍ sem allar eru aðgengilegar í opnum aðgangi.
Þær eru eftirfarandi:
Slakur lesskilningur heftir skilning á samfélagslegri umræðu: mat á núverandi stöðu og leiðir til úrbóta
- Sigríður Ólafsdóttir
Gildi listmenntunar á Íslandi með hliðsjón af niðurstöðum PISA, þriðji hluti: skapandi hugsun
- Rannveig Björk Þorkelsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir
Trú nemenda á eigin getu og frammistaða í stærðfræðilæsi PISA 2022
- Berglind Gísladóttir, Jóhann Örn Sigurjónsson, Guðmundur Bjarki Þorgrímsson, Freyja Hreinsdóttir
Stuðningur og þátttaka foreldra skiptir máli fyrir nám og líðan unglinga
- Kristín Jónsdóttir
Félags- og tilfinningafærni íslenskra nemenda samkvæmt PISA 2022
-Ragný Þóra Guðjohnsen, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Unnur Guðnadóttir
Vísindalæsi íslenskra unglinga: Þróun árangurs í PISA skoðuð í ljósi áherslna núverandi kjarnanámsefnis
-Edda Elísabet Magnúsdóttir, Haukur Arason