Markmið

Markmið stofunnar er að efla rannsóknir á sviði tómstundafræða og skyldra sviða og vera vettvangur þróunar á sviðinu. Rannsóknarstofunni er ætlað það hlutverk að eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna á sviðinu.
 
Megináherslur í rannsóknum eru:

  • Tómstundir mismunandi aldurshópa
  • Reynslumiðað nám
  • Óformlegt nám
  • Félagsuppeldisfræði
  • Lýðræði
  • Félagsmál
  • Tómstundamenntun
  • Menntun á sviði tómstundafræða og
  • Starfþróun fagfólks

Stofan er vettvangur fyrir og tekur þátt í umræðu um tómstundafræði og tekur að sér verkefni sem til hennar er beint. Rannsóknarstofan er vettvangur fyrir meistara- og doktorsnema til að taka þátt í rannsóknum og taka að sér rannsóknarverkefni sem til stofunnar er beint. 
 
Aukin þekking á áhrifum tómstunda hefur opnað augu fólks fyrir mikilvægi þeirra fyrir velferð og þroska einstaklinga.

Tómstundir skipa æ ríkari sess í lífi fólks á öllum aldri og eru mikilvægur hluti af uppeldi og menntun barna og ungmenna.

Rannsóknir sýna jafnframt að á öllum æviskeiðum styður þátttaka í uppbyggilegum og jákvæðum tómstundum við velferð og líðan einstaklinga.

Á vegum rannsóknarstofunnar taka vísindamenn og fagfólk höndum saman um að vinna rannsóknir og sinna brýnum og aðkallandi málefnum í íslensku samfélagi.
 
Að rannsóknarstofunni standa Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og Félag fagfólks í frítímaþjónustu.

Share