„Viltu koma að leika?“ Morgunverðarfundur um leikmenningu leikskóla
„Viltu koma að leika?“ Morgunverðarfundur um leikmenningu leikskóla
Morgunverðarfundur Rannung verður haldinn föstudaginn 4. apríl kl. 8:30 - 11:00 á Grand hóteli
Fundurinn hefst á glæsilegu morgunverðarhlaðborði í Háteig klukkan 8:30-9:00
Dagskrá fundar:
- Leikur og félagsleg sjálfbærni - Dr. Robert Lecusay, dósent við Stokkhólmsháskóla fjallar um tengsl leiks við félagslega sjálfbærni. Erindið fjallar um möguleg tengsl milli félagslegs þykjustuleiks og félagslegrar sjálfbærni í leikskólastarfi.
- Leikmenning leikskóla - Dr. Anna Magnea Hreinsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands fjallar um stuðning leikskólastjóra við leikmenningu leikskóla. Í erindinu er fjallað um mikilvægi leikmenningar í leikskólastarfi og hlutverk stjórnenda í að styðja, efla og viðhalda henni.
- Sameiginlegir leikheimar barna og leikskólakennara - Auður Ævarsdóttir leikskólastjóri Ægisborgar segir frá þróunarverkefni um þátttöku leikskólakennara og annars starfsfólks í leik barna og álitamál því tengdu. Erindið fjallar um hvernig sameiginlegir leikheimar, skapaðir af kennurum og börnum, stuðla að sköpun, námi, félagslegri þátttöku og sjálfbærni í leikskólum.
- Samantekt og tenging við Handbók um leikinn - Dr. Svava Björg Mörk, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, tengir umræður dagsins við helstu áherslur Handbókar um leikinn
Fundarstjóri: Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla Hafnarfjarðar
Skráning: Vinsamlegast skráið ykkur hér Skráningarhlekkur
Verð: 12.900
Komdu að leika og taktu þátt í að efla leikmenningu leikskóla!
Image
