Við bjóðum kennurum og skólastjórnendum til ráðstefnu föstudaginn 14. nóvember kl. 12.30 í Sögu, húsi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Við fræðumst um hvað ný íslensk rannsókn leiðir í ljós um stöðu barna innflytjenda í skólakerfinu, hvernig börnin læra að nota mörg tungumál og hvað kennarar þeirra og foreldrar geta gert til að styðja við nám þeirra og góða líðan í skóla. Einnig fáum við nýjustu upplýsingar um stuðning opinberra aðila við menntun, mótttöku og menningu þessara barna. Eftir klukkutímalanga sameiginlega dagskrá stendur valið milli 12 spennandi vinnusmiðja þar sem fram fer stutt fræðsla en áhersla er á umræður um mörg athyglisverð málefni á þessu sviði.
12.30-13.30 Aðalerindi í sal S-114 í Sögu og í streymi
13.30-14.00 Kaffi og námsgagnasýning frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
14.00-14.50 Fyrri vinnusmiðjur – fræðsla og umræður þátttakenda
15.10-16.00 Seinni vinnusmiðjur – fræðsla og umræður þátttakenda
16.00-17.00 Léttar veitingar og spjall
Nánari dagskrá aðalerinda og vinnusmiðja má sjá í felligluggum hér fyrir neðan.
Rannsóknarhópur um tungumálastefnu og starfshætti fjölskyldna innflytjenda á Íslandi og áhrif þeirra á menntun (LPP) stendur fyrir ráðstefnunni ásamt MEMM – menntun, mótttaka, menning – sem er þróunarverkefni leitt af mennta- og barnamálaráðuneyti í samvinnu við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Reykjavíkurborg.