Innlend rannsóknaverkefni
Rannveig Björk Þorkelsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir, hófu samstarf við fræðsludeild Þjóðleikhússins haustið 2021. Samstarfið miðar að því að auka aðgengi nemenda í grunnskólum að barnaleikhúsi og kennsluefni fyrir kennara og um leið að auka möguleika barna til að njóta tungumáls frá unga aldri. Það hjálpar þeim ennfremur að læra ný hugtök og styrkir tilfinningu þeirra fyrir tungumálinu.
Allt námsefni sem samið er í samstarfinu er sett á vefinn https://leikumaflist.com sem er kennslu– og veffræðaumhverfi á sviði kennslu og rannsókna í leiklist en þar er nú þegar safn af verkum nemenda og kennara ásamt fjölda rannsókna og heildstæðra ferla í leiklist. Vefsíðan er opin öllum sem vilja kynnast og nota leiklist og netmiðla.
Sjá frétt um samstarfið á vef Þjóðleikhússins https://leikhusid.is/frettir/thjodleikhusid-og-menntavisindasvid-haskola-islands-i-samstarf-um-kennsluefni/
Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Annars vegar að skoða starfsþróun þeirra leiklistarkennara sem hafa útskrifast sem leiklistarkennarar frá HÍ og hins vegar að fá betri innsýn í leiklistarkennslu á vettvangi. Mikilvægt er að skoða þetta tvennt saman með uppbyggingu kennaramenntunar í huga.
_____________________________________________________________________________________________________
Umskipti frá menntun, frá því að vera nemi yfir í atvinnulífið, er alltaf áskorun. Fyrir kennarastéttina virðist skrefið frá menntun til starfa jafnvel enn meira krefjandi en í öðrum starfsgreinum þar sem kennsla er í auknum mæli viðurkennd sem flókið og krefjandi starf. Kennarar upplifa meiri streitu og kulnun en aðrar starfsstéttir (Watt og Richardson, 2014; Watt, Richardson og Smith, 2017). Það er líka algeng reynsla nýliða í almennri kennslu að fyrsta árið í kennslu sé krefjandi og margir kennarar hætta störfum eftir fyrsta árið (sjá t.d. Leenders, De Jong og Van Tartwijk 2003; Smith o.fl. 2014; Watt og Richardson 2014; Välijärvi og Heikkinen 2012; Hildur Hauksdóttir, 2016; OECD, 2014).
Árið 2013 kom út ný aðalnámskrá grunnskóla á Íslandi. Þar var m.a. tilgreind skipting í greinasvið og leiklist skilgreind sem sérstakt fag í fyrsta skipti. Í kjölfarið myndaðist nokkur spenna í sambandi við það hvort skólarnir gætu kennt þetta nýja fag; hvort hæfir kennarar fengjust til starfa og hvort leiklistin næði góðri fótfestu. Ísland er í fararbroddi þegar kemur að listgreinum í grunnskóla. Það er eitt af örfáum löndum í Evrópu sem hefur leiklist sem grein í aðalnámskrá og aðrar þjóðir horfa til Íslands með hvernig til tekst við innleiðingu leiklistar sem kennslugreinar. Því er mikilvægt að hlúa að faginu (Rannveig Björk Þorkelsdóttir, 2021).
Vísindalegur ávinningur er m.a. fólginn í því að efla listkennslu í skólakerfinu og stuðla að rannsóknum á sviði kennslufræða og lista. Rannsakandi telur nauðsynlegt að skoða hvort og þá hvernig starfsþróun kennara fari fram og mikilvægt sé að styðja nýja kennara í starfi. Að koma inn í kennslu og hafa engan stuðning, eins og rannsóknir hafa sýnt fram á að gerist, getur leitt til þess að kennarinn hreinlega brennur út og hættir í starfi. Rannsókn sem þessi getur nýst öllum list- og verkgreinakennurum sem starfa í grunnskólum, þar sem list- og verkgreinakennarar eru í raun einyrkjar í sínu starfi. Þá getur rannsóknin einnig nýst háskólakennurum sem vilja efla samstarf við kennara á vettvangi með gæði í menntun kennara í huga.
Sjá nánar á mvs rannsóknir
Markmið rannsóknarinnar er að öðlast dýpri skilning á aðferðum leiklistar er varðar fjölmenningarkennslu í grunnskólum. Nálgun rannsóknar verður út frá þeirri hugsun að nota megi aðferðir leiklistar til að nálgast nám og kennslu fjölbreyttra nemendahópa þar sem unnið er út frá reynslu nemenda og þeir verða virkir þátttakendur.
_____________________________________________________________________________________________________
Leiklist hvetur nemendur til að tjá, móta og miðla hugmyndum sínum og tilfinningum. Þar að auki reynir leiklist stöðugt á samvinnu, sambönd, sköpunargáfu, tungumál, tjáningu, gagnrýna hugsun og líkamlega virkni. Allt þetta er gert í gegnum leik og sköpunargáfu (Aðalnámskrá grunnskóla, 2013). Til að takast á við áskoranir nútímamenntunar þarf skólakerfið fjölbreytt verkfæri og úrræði til að koma til móts við nemendur. John O'Toole (2015) bendir á að leiklist sem listgrein í aðalnámskrá geti tekið á sig ýmsar birtingarmyndir og sé notuð í fjölbreyttum hlutverkum en einnig sem kennsluaðferð, leiklist getur verið öflugt tæki í tungumálakennslu, samfélagsfræðikennslu, lífsleikni, túlkun og tjáningu auk bókmenntakennslu o.fl. Anderson (2012) bendir á að leiklist sé einstakt tæki til að nota í kennslu þar sem það sameinar bæði líkamlega og andlega þekkingu og sköpunargáfu. Þar hafa kennarar öflugt tæki til að umbreyta nemendum og nútímavæða skólakerfið í takt við síbreytilegt samfélag. Rannveig Björk Þorkelsdóttir bendir ennfremur á að sérstöða leiklistar felist meðal annars í því að hún vinni jafnt með greind, sköpunargáfu og líkamlegt atgervi. Þannig getur leiklistin verið umbreytandi og styrkt félagslegan og tilfinningalegan þátt nemenda (Thorkelsdóttir, 2018).
Samfélög nútímans eru í stöðugri þróun og verða sífellt fjölbreyttari varðandi uppruna, menningu, trú og tungumál (Hanna Ragnarsdóttir, 2007b). Vegna aukinnar alþjóðavæðingar hefur hreyfanleiki fólks aukist mikið og því eru flest samfélög orðin fjölbreyttari en áður (Hanna Ragnarsdóttir og Hildur Blöndal, 2014). Líklegt er því að sérhver kennari kenni fjölbreyttum hópi nemenda með tilliti til uppruna, menningar og trúarbragða einhvern tíma í starfi sínu (Hanna Ragnarsdóttir, 2010).
Vísindalegur ávinningur þessarar rannsóknar er m.a. fólgin í því að efla listkennslu í skólakerfinu og stuðla að rannsóknum á sviði kennslufræða og lista. Þessi rannsókn mun fylla upp ákveðið tómarúm innan menntunar og auka skilning á því hvernig sjónarhorn, áhugi og reynsla kennara á framsetningu námsefnis með aðferðum leiklistar getur mótað nám nemenda í fjölmenningar- og samfélagslegu tilliti.
Ábyrgðaraðili rannsóknar er Jóna Guðrún Jónsdóttir
Rannsóknin Rödd, orðræða og tengsl (RRR, Röst, Retorik och Relationer) miðar að því að auka þekkingu á raddbeitingu og töluðu máli og tengslum raddbeitingar og líkama. Augum verður beint að sviði kennaramenntunar, bæði hvað varðar kennara og nemendur. Markmið verkefnisins er að leiða saman háskólafólk frá Norðurlöndunum til að efla m.a. raddheilsu kennara og kennaranema auk sjálfsskilnings með því að þróa kennsluefni og halda vinnusmiðjur.
Information in English:
The Nordic network Røst, Rhetoric and Relations (RRR), Voice, Rhetoric and Relationship was established in 2020 to contribute to increased knowledge about professional orality in higher education, with focus on teacher education. Through RRR, knowledge is developed about professional orality for vocal professions that rely on the voice in daily practice. The RRR network aims to develop awareness and the professional oral expression among professionals and students by developing an academic field for professionalization of relational orality through training and awareness of body and voice use in communication.
Erlend rannsóknaverkefni
Verkefnið Sjávarsögur: Að stuðla að haflæsi og sjálfbærni í skólasamfélögum (e. Promoting Ocean Literacy and Environmental Sustainability in School Communities) er samstarfsverkefni fjögurra Evrópuþjóða: Íslands, Grikklands, Rúmeníu og Portúgals.
Í verkefninu er leitast við að styðja kennara í grunn- og framhaldsskólum til að þróa og auka þekkingu sem gerir þeim kleift að innleiða menntun á sviði haflæsis í gegnum leiklist og kynna þannig fyrir nemendum hugmyndafræði og verklag sem getur stuðlað að því að byggja upp kynslóð haflæsra, framtakssamra og ábyrgra borgara, samfélaginu til heilla.
Markmiðið með Sjávarsögum er að brúa bil þekkingar á haflæsi með því að búa til nýstárlegt og aðgerðamiðað fræðsluefni fyrir skólasamfélagið til að styðja við grunn- og framhaldsskólakennara og nemendur þeirra. Jafnframt til að skilja hvernig við sem einstaklingar höfum áhrif á hafið og hvernig hafið hefur áhrif á okkur, sem er kjarni hæflæsis.
Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og stendur yfir í 24 mánuði (01/10/2023 – 30/09/2025)
Heimasíða verkefnis https://www.sea-tales.eu/
Um verkefnið á mvs rannsóknir
EcoDigital: að grípa til aðgerða til að draga úr umhverfisáhrifum stafrænnar tæknivæðingar
Verkefnið miðar að því að vekja athygli á stafrænni sóun og þróa fræðsluefni og verkfæri sem munu efla græna og stafræna færni bæði nemenda og kennara í grunn- og framhaldsskóla. Umhverfisáhrif stafrænnar tækni eru nú viðurkennd sem ósjálfbær og mun halda áfram að vaxa. Allt sem við getum gert til að draga úr kolefnislosun er mikilvægt, hversu lítið sem það er, og það felur í sér hvernig við hegðum okkur á netinu. Það er mikilvægt að endurheimta getu okkar bæði sem einstaklinga og saman til að ögra félagslegum og efnahagslegum ávinningi af bæði kaup- og neysluhegðun okkar á stafrænum vörum og þjónustu.
Markmið EcoDigital verkefnisins:
1) Að vekja athygli á umhverfisáhrifum stafrænnar tæknivæðingar. Til að ná þessu markmiði verður gera spurningakönnun til kennara, nemenda og almennings til að greina raunverulegar eyður og þarfir varðandi stafrænan úrgang og vekja athygli á vandanum.
2) Að auka þjálfun og fræðslu um málefni tengd loftslagsbreytingum sem eru minna útbreidd, svo sem sjálfbæra stafræna væðingu, með það að markmiði að draga úr losun kolefnisfótspora. Til að ná þessu markmiði mun verkefnið þróa getuuppbyggingaráætlun sem mun fjalla um þróun stafrænnar tæknivæðingar fyrir kennara og um leið er byggð upp þekking á þróun nettækja og skynsamlega notkun á þeim til að lágmarka CO2 losun í lægsta mögulega magni og bera virðingu fyrir náttúrulegu umhverfi.
3) Að þróa stafræna færni sem er umfram grunnfókus, svo sem hæfni sem beinist að sjálfbærri stafrænni umbreytingu. Til að ná þessu markmiði mun verkefnið þróa fræðsluefni fyrir nemendur skólans sem mun bjóða upp á fræðilegar skýringar á notkun skýja og stafræns úrgangs, auk margvíslegrar starfsemi sem miðar að því að minnka kolefnisfótspor af netnotkun og skýjum.
4) Að meta getu til sjálfbærrar stafrænnar væðingar og endurmóta viðeigandi stefnuskrár til að samþætta ávinninginn af réttri notkun viðeigandi nettækja og þjónustu. Til að ná þessu markmiði mun verkefnið þróa safn matstækja og stefnuráðlegginga með það að markmiði að þróa og stuðla að gagnlegum og góðum starfsháttum sem draga úr umhverfisáhrifum stafrænnar væðingar.
EcoDigital: Að grípa til aðgerða til að draga úr umhverfisáhrifum stafrænnar tæknivæðingar er Erasmus + KA2 verkefni sem stendur yfir frá nóvember 2022 til apríl 2025
Heimasíða verkefnis heimasíða - Eco Digital
Um verkefnið á mvs rannsóknir
Að vera grænni í skólum með stafrænum frásögnum
Markmið rannsóknarverkefnisins er búa til námsefni (námskrá) þar sem rafrænar frásagnir verða notaðar sem aðferð til að vekja athygli nemenda á loftslagsbreytingum. Allt frá því að draga athygli á umhverfismálum (þekkingaröflun) til raunverulegra athafna nemenda í grunn- og framhaldsskólum leitast AGS verkefnið við að hvetja til lausna á vandamálum tengdum loftslagsbreytingum, örva gagnrýna hugsun, sköpun og hæfni til rafrænnar vinnslu. Verkefnið miðar að því að breyta viðhorfum nemenda og hvetja þá til að grípa til aðgerða gegn umhverfisvandamálum í sínum eigin samfélögum og mynda tengsl við skóla erlendis. Þannig geta nemendur með sameiginlegu átaki haft áhrif á sviði loftslagsbreytinga víða um lönd.
Stafræn frásögn felur í sér þróun rafræns námsefnis með notkun rafrænna frásagna sem notaðar eru á sviði umhverfismenntunar. Kennarar og nemendur geta tengst öðrum skólum og/eða grænum aðgerðasinnum í undirbúningi rafrænna upplýsingaherferða og átaks gegn loftslagsbreytingum. Þessi þáttur verkefnisins er unninn í nánu samstarfi við láréttar (óstéttbundnar) megináherslur verkefnisins „Rafræn umbreyting“ sem helgar sig þörfinni fyrir rafræna hæfni á nýjum tímum. Að hluta til snýst verkefnið einnig um að þjálfa kennara í blönduðu námi (bæði fjarnámi og staðbundnu).
Mikilvægi verkefnisins er að styðja og styrkja ímynd og metnað kennara með því að þróa nýjar kennsluaðferðir í takt við nýja tíma. Þannig verða kennarar færari um að tileinka sér margvíslega nýsköpun í starfi, eins og til dæmis lausnaleitarnám, nemendavirkni, rafrænar frásagnir o.s.frv.
ActGreenStory (AGS) verkefnið er styrkt af Erasmus + þar sem megináherslan er á „Umhverfið og baráttuna gegn loftslagsvá“. Það er hannað til að styðja kennara ognemendur, í samfélagslegu samhengi og efla hæfni og getu á vettvangi uppfræðslu um loftslagsbreytingar.
ActGreenStory (AGS) er Erasmus + KA2 verkefni sem stendur yfir frá febrúar 2022 til ágúst 2024
Heimasíða verkefnisins Heimasíða | AGS
Um verkefnið á mvs rannsóknir
ArtEd – Developing Educators´Artistic Practice in Schools er bæði þróunar- og rannsóknarverkefni undir Erasmus+. Það miðar að því að bæta jákvæða geðheilsu ungs fólks á grunnskólaaldri með því að gera kennurum kleift að vinna á skapandi hátt í gegnum listir. Þetta er þriggja ára verkefni sem hefur tvö megin markmið. Annars vegar að búa til opinn aðgang að kennsluefni sem byggir á skapandi kennsluleiðum fyrir kennara og foreldra til þess að efla þátttöku ungmenna í listsköpun og hins vegar að rannsaka það sköpunarferli sem á sér stað í kennslu þegar ungt fólk vinnur í gegnum.
Heimasíða verkefnisins https://www.arted-eu.org/
Um verkefnið á mvs rannsóknir
Markmiðið með verkefninu “Að læra af list” (ALL) er að leggja sitt af mörkum til að auka sköpunarhæfni nemenda, kennara og listamanna innan háskólasamfélagsins með því að þróa skapalón að kennsluaðferðum sem byggja á listgreinum. Þessi tilraunakennsla fer fram bæði í verkefnavinnu og verður einnig beinlínis innleidd í núverandi námsefni í þátttökustofnunum og í samstarfi við menningarstofnanir og á sviði rannsókna. Markmiðið er að skapalónið hvetji til þróunar nýstárlegra námsgagna sem byggja á listgreinum og samstarfs meðal þátttakenda. Ætlunin er að þessi námsgögn verði sjálfbær og notuð í æðri menntastofnunum víðs vegar um Evrópu. Æðri menntastofnanir sem styðja listræna nálgun verða opnar fyrir kerfisbundinni viðhorfsbreytingu sem kann að meta gildi fjölbreyttra og skapandi menntunarleiða. Einnig er þess að vænta að listamenn geti þjálfað hæfni sína í að nálgast fjölbreyttar almennar aðstæður út frá listrænu viðhorfi. Áhrifin sem stefnt er að eru fremur í ætt við gæði og varanleika en magnið sjálft. Ætlunin er að dreifa sem víðast þróuðu námsefni með aðstoð opins hugbúnaðar og sýndarumhverfis; þannig að efnið verði aðgengilegt almenningi til skoðunar og notkunar. Einnig er leitast við að tryggja að þátttakendur finni merkingarbæran samhljóm í öllum aðferðum sem verði þeim hvatning til að nýta þennan farveg í skólastarfi.
Um verkefnið á mvs rannsóknir