Rannsóknarverkefni
Meginmarkmið verkefnisins er að auka þekkingu á ofbeldi í nánum samböndum (bæði gagnkynhneigðum og hinsegin samböndum) með því að skoða reynsluheim þeirra sem beita ofbeldi. Á Íslandi eru nær engar rannsóknir sem hafa beint sjónarhorni sínu að þeim sem beita maka sína ofbeldi og hvernig það tengist sýn á foreldrahlutverkið. Verkefnið mun hafa þrjú meginmarkmið: þekkingarfræðilegt, fræðilegt og hagnýtt. Áhrif verkefnisins eru bæði hagnýt (samfélagsleg) og þekkingarfræðileg / fræðileg. Niðurstöður verkefnisins verða nýttar til að útbúa stutt fræðsluefni á fjórum tungumálum sem eru allsráðandi á Íslandi: íslensku, ensku, tagalog og pólsku. Þetta verður hagnýti þátturinn í verkefninu. Ennfremur munum við skipuleggja fundi og stuttar vinnustofur með hagsmunaaðilum og stefnumótendum eftir að viðamikil skýrsla hefur verið skrifuð út frá helstu niðurstöðum verkefnisins. Þar verður útdráttur á áðurnefndum fjórum tungumálum.
Sjá nánar á mvs rannsóknir
IWEV verkefnið var 4 ára rannsóknarverkefni um reynslu innflytjendakvenna af ofbeldi í nánum samböndum og á vinnustöðum. Þetta verkefni er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og lagði áherslu á að rannsaka upplifun innflytjendakvenna með því að nota blandaðar aðferðir. Gögnum var safnað með spurningakönnun á níu algengustu tungumálum sem innflytjendakonur nota á Íslandi. Að auki voru tekin 35 viðtöl við konur og 20 viðtöl við hagsmunaaðila, svo sem starfsmenn þjónustu- og ríkisstofnana. Fyrstu niðurstöður benda til þess að þó að upplifun innflytjendakvenna sé svipuð og reynsla íslenskra kvenna, þá sé marktækur munur þar á. Innflytjendakonur eru líklegri til að verða fyrir stofnana- og kerfisbundnu ofbeldi vegna jaðarstöðu þeirra sem innflytjendur á Íslandi. Þó að stofnanir og þjónustuaðilar stefni að því að veita nægjanlega og viðeigandi aðstoð, eru ákveðin samtök enn ómeðvituð um afleiðingar þess hvernig menningarlegur misskilningur og skortur á dýpri skilningi á fordómum hefur áhrif á hvernig, hvenær og á hvaða hátt innflytjendakonur leita sér aðstoðar. Niðurstöður þessa verkefnis verða notaðar til að þróa verkfæri og námsefni fyrir þjónustuaðila til að bæta þjónustu við innflytjendakonur. Gögnin verða kynnt í nokkrum fræðitímaritum sem og í bók um ofbeldi á íslensku og ensku. Útdrættir verða gerðir á helstu tungumálum sem innflytjendur nota á Íslandi. Verkefnið leiddi af sér áframhaldandi doktorsverkefni um áhrif atvinnubundins ofbeldis sem innflytjendakonur upplifa innan háskólasamfélagsins.
sjá nánar á mvs rannsóknir
A significant shift towards individual involvement among women in international migration dynamics has taken place, displacing the traditional family-oriented migration pattern. However, many migrant women face challenges in the secondary labor sector, marked by low wages, job insecurity, and increased vulnerability to violence. Legal uncertainties and institutional racism further exacerbate their vulnerability, necessitating a closer examination of host countries’ migration policies. An intersectional approach is recommended to comprehensively address gender, migration, labor, and violence issues. In summary, this project highlights women’s evolving roles in global migration and their heightened vulnerability to violence, underscoring the influence of migration policies. It underscores the imperative for a gender-focused approach to tackle these complexities and showcases ongoing research efforts in Iceland focusing on the unique experiences of migrant women.
Sjá nánar á mvs rannsóknir
Þessi doktorsrannsókn fjallar um feður sem beitt hafa ofbeldi í nánum samböndum og breytingarferli þeirra. Karlar sem beita maka sína ofbeldi eru oft feður og þrátt fyrir orðspor Íslands sem leiðandi á sviði jafnréttismála þá þrífst vandinn einnig þar. Þó svo að rannsóknir á ofbeldi feðra og meðferðarúrræðum fyrir gerendur hafi í auknum mæli beinst að því að skilja breytingarferli þá hefur verið lítið samtal við femínískar hrif kenningar um breytingar.
Tvö gagnasöfn voru notuð til að rannsaka feður sem beitt hafa ofbeldi í nánu sambandi. Eigindleg viðtöl við átta feður sem beitt hafa ofbeldi og 250 greinar úr íslenskum fjölmiðlum. Markmið verkefnisins var að skoða bæði ríkjandi orðræður um feður og ofbeldi og reynslu feðra af því að beita ofbeldi, af hlutverki sínu sem feður og af breytingarferli frá ofbeldishegðun.
Sjá nánar á mvs rannsóknir
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) telur ofbeldi gegn konum sé alþjóðlegt vandamál af slíkri stærðargráðu að um heimsfaraldur sé að ræða (WHO, n.d.). #metoo-byltingar í öllum heimshlutum hafa leitt til aukinar meðvitundar almennings um hversu útbreitt og alvarlegt kynbundið ofbeldi er og hversu alvarlegar afleiðingarnar geta verið. Rannsóknir hafa sýnt að góðar forvarnir eru einn af lykilþáttum til að draga úr því (Crooks o.fl., 2018). Markmið þessa verkefnis er að kanna birtingarmyndir kynbundins ofbeldis í lífi 40 – 66 íslenskra ungmenna og upplifun þeirra af forvörnum gegn því í íslenskum grunn- og framhaldsskólum. Megináherslan er upplifun unglinga í 9. bekk grunnskóla til loka framhaldsskóla, þar sem skoðað verður hvort sú menntun sem þau fá sé til þess fallin að leiðbeina þeim á þeim sviðum sem þau telja nauðsynleg, taka á þeim málum sem þau upplifa og ná þeim markmiðum sem þeim finnst mikilvægust.
Sjá nánar á mvs rannsóknir