Meginmarkmið verkefnisins er að auka þekkingu á ofbeldi í nánum samböndum (bæði gagnkynhneigðum og hinsegin samböndum) með því að skoða reynsluheim þeirra sem beita ofbeldi. Á Íslandi eru nær engar rannsóknir sem hafa beint sjónarhorni sínu að þeim sem beita maka sína ofbeldi og hvernig það tengist sýn á foreldrahlutverkið. Verkefnið mun hafa þrjú meginmarkmið: þekkingarfræðilegt, fræðilegt og hagnýtt. Áhrif verkefnisins eru bæði hagnýt (samfélagsleg) og þekkingarfræðileg / fræðileg. Niðurstöður verkefnisins verða nýttar til að útbúa stutt fræðsluefni á fjórum tungumálum sem eru allsráðandi á Íslandi: íslensku, ensku, tagalog og pólsku. Þetta verður hagnýti þátturinn í verkefninu. Ennfremur munum við skipuleggja fundi og stuttar vinnustofur með hagsmunaaðilum og stefnumótendum eftir að viðamikil skýrsla hefur verið skrifuð út frá helstu niðurstöðum verkefnisins. Þar verður útdráttur á áðurnefndum fjórum tungumálum.
Sjá nánar á mvs rannsóknir
IWEV verkefnið var 4 ára rannsóknarverkefni um reynslu innflytjendakvenna af ofbeldi í nánum samböndum og á vinnustöðum. Þetta verkefni er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og lagði áherslu á að rannsaka upplifun innflytjendakvenna með því að nota blandaðar aðferðir. Gögnum var safnað með spurningakönnun á níu algengustu tungumálum sem innflytjendakonur nota á Íslandi. Að auki voru tekin 35 viðtöl við konur og 20 viðtöl við hagsmunaaðila, svo sem starfsmenn þjónustu- og ríkisstofnana. Fyrstu niðurstöður benda til þess að þó að upplifun innflytjendakvenna sé svipuð og reynsla íslenskra kvenna, þá sé marktækur munur þar á. Innflytjendakonur eru líklegri til að verða fyrir stofnana- og kerfisbundnu ofbeldi vegna jaðarstöðu þeirra sem innflytjendur á Íslandi. Þó að stofnanir og þjónustuaðilar stefni að því að veita nægjanlega og viðeigandi aðstoð, eru ákveðin samtök enn ómeðvituð um afleiðingar þess hvernig menningarlegur misskilningur og skortur á dýpri skilningi á fordómum hefur áhrif á hvernig, hvenær og á hvaða hátt innflytjendakonur leita sér aðstoðar. Niðurstöður þessa verkefnis verða notaðar til að þróa verkfæri og námsefni fyrir þjónustuaðila til að bæta þjónustu við innflytjendakonur. Gögnin verða kynnt í nokkrum fræðitímaritum sem og í bók um ofbeldi á íslensku og ensku. Útdrættir verða gerðir á helstu tungumálum sem innflytjendur nota á Íslandi. Verkefnið leiddi af sér áframhaldandi doktorsverkefni um áhrif atvinnubundins ofbeldis sem innflytjendakonur upplifa innan háskólasamfélagsins.
Sjá nánar á mvs rannsóknir
A significant shift towards individual involvement among women in international migration dynamics has taken place, displacing the traditional family-oriented migration pattern. However, many migrant women face challenges in the secondary labor sector, marked by low wages, job insecurity, and increased vulnerability to violence. Legal uncertainties and institutional racism further exacerbate their vulnerability, necessitating a closer examination of host countries’ migration policies. An intersectional approach is recommended to comprehensively address gender, migration, labor, and violence issues. In summary, this project highlights women’s evolving roles in global migration and their heightened vulnerability to violence, underscoring the influence of migration policies. It underscores the imperative for a gender-focused approach to tackle these complexities and showcases ongoing research efforts in Iceland focusing on the unique experiences of migrant women.
See more on mvs rannsóknir
Þessi doktorsrannsókn fjallar um feður sem beitt hafa ofbeldi í nánum samböndum og breytingarferli þeirra. Karlar sem beita maka sína ofbeldi eru oft feður og þrátt fyrir orðspor Íslands sem leiðandi á sviði jafnréttismála þá þrífst vandinn einnig þar. Þó svo að rannsóknir á ofbeldi feðra og meðferðarúrræðum fyrir gerendur hafi í auknum mæli beinst að því að skilja breytingarferli þá hefur verið lítið samtal við femínískar hrif kenningar um breytingar.
Tvö gagnasöfn voru notuð til að rannsaka feður sem beitt hafa ofbeldi í nánu sambandi. Eigindleg viðtöl við átta feður sem beitt hafa ofbeldi og 250 greinar úr íslenskum fjölmiðlum. Markmið verkefnisins var að skoða bæði ríkjandi orðræður um feður og ofbeldi og reynslu feðra af því að beita ofbeldi, af hlutverki sínu sem feður og af breytingarferli frá ofbeldishegðun.
Sjá nánar á mvs rannsóknir
The World Health Organisation claims violence against women is a global problem of pandemic proportions (WHO, n.d.). Waves upon waves of metoo revolutions in all parts of the world have brought it into public awareness how widespread and grave gender based violence (GBV) is and how dire the consequenses can be. Research has shown that good GBV preventions are one of the key factors in reducing it (Crooks et al., 2018). The aim of this project is to examine the manifestations of gender based violence in the lives of 40 – 66 Icelandic youths, and their experience of GBV prevention in Icelandic primary and secondary schools. The main focus are the experiences of teenagers in the 9th grade of primary school until the end of secondary school. I will examine whether the education they receive is conducive to guiding them in the areas they deem necessary, addressing the issues they experience and achieving the goals they feel are most important.
See more on mvs rannsóknir
This research explores the experiences of transgender children in Iceland, focusing on how they perceive their school environment, family relationships, and access to healthcare services. A qualitative approach was chosen to gain deeper insight into their everyday lives and the meanings they attach to their experiences. Semi-structured interviews will be conducted with eight children aged 10–16, as well as with parents and professionals. In addition, media materials will be analyzed to identify dominant discourses. The interview data will be examined using thematic analysis, with particular emphasis on amplifying the voices of the children themselves. Media data will be analyzed through discourse analysis. The study aims to contribute to a more nuanced understanding of the challenges and support systems available to transgender youth in Iceland, and to inform policy and practice in education, healthcare, and social services.
The research project aims to analyze the manifestations and consequences of violence against immigrant women in Turkey. Special emphasis is placed on gender-based violence, social exclusion, and access to the justice system. Using qualitative methods, including interviews with women from diverse backgrounds, the study seeks to shed light on their experiences of discrimination, coercion, and everyday barriers. The project also examines how cultural, legal, and political conditions in Turkey shape the status of immigrant women and how they respond to violence. The goal is to raise awareness and contribute to policy development that protects the rights of these women and promotes social justice. The research is situated within the broader context of gender and migration studies and is grounded in critical feminist perspectives.