Hlutverk og markmið rannsóknarstofu í leiklistarfræðum eru eftirfarandi:

  • Rannsaka leiklist og leiklistarkennslu  á öllum stigum skólakerfisins
  • Standa fyrir viðburðum tengdum leiklistar og leiklistarkennslu
  • Taka þátt í ráðstefnum og fundum til að miðla þekkingu á sviði stofunnar
  • Hvetja til umræðna um leiklist í skólastarfi á breiðum grunni, stuðla að rannsóknarsamstarfi við þá sem starfa að þessum málum á vettvangi og leita leiða til að miðla niðurstöðum áfram til þeirra sem málið varðar.
  • Stofan verði vettvangur fyrir þá sem hafa hug á rannsóknum á þessu sviði, hvort sem er til styttri eða lengri tíma, til samstarfs og samræðu.
  • Skapa vettvang fyrir meistara- og doktorsnema til að taka þátt í rannsóknum og taka að sér rannsóknarverkefni sem til stofunnar er beint

Meðal viðfangsefna eru:

  • Kennsluaðferðir
  • Námskrár
  • Námsefni
  • Námsgögn
  • Skipulag náms og kennslu
  • Námsmat

Share