Menntakvika verður næst 2. október 2020

Starfsþróun Menntavísindastofnunar starfar á fagsviði uppeldis- menntunar og þjálfunar og er ætlað að þjóna þeim fagstéttum sem starfa á þeim sviðum.

Um stofuna

Rannsóknarstofa um nám og kennslu erlendra tungumála og annars máls (e. Centre for Research in foreign and second language learning) var formlega stofnuð í júní 2008.

 

Markmið rannsóknarstofunnar er að efla og leggja stund á rannsóknir á námi og kennslu erlendra tungumála og íslensku sem annars máls. Rannsóknarstofan er samstarfsvettvangur fræðimanna á sviðinu og mun stuðla að tengslum við önnur fræðasvið og hafa samstarf við innlenda og erlenda aðila um rannsóknir og önnur samskipti.

 

Rannsóknarstofan miðlar þekkingu og kynnir niðurstöður rannsókna á sviðinu m.a. með útgáfu skýrslna, handbóka og fræðigreina, auk ráðstefnu- og fyrirlestrahalds. Forstöðumaður rannsóknarstofunnar er Michael Dal lektor og aðrir starfsmenn eru Robert Berman dósent og Samúel Lefever lektor. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is