Starfsþróun Menntavísindastofnunar starfar á fagsviði uppeldis- menntunar og þjálfunar og er ætlað að þjóna þeim fagstéttum sem starfa á þeim sviðum.

Menntakvika verður næst 4. október 2019

Velkomin á vef rannsóknarstofu um starfendarannsóknir

Starfendarannsóknir hafa verið að hasla sér völl á Íslandi undanfarin ár. Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands hafa verið haldin námskeið um starfendarannsóknir á hverju ári um nokkurra ára skeið og meistaranemar hafa í vaxandi mæli kosið að búa lokaverkefnum sínum snið starfendarannsókna. Fyrsta doktorsrannsóknin við Háskóla Íslands með þessu sniði leit dagsins ljós í mars árið 2011 en þá varði Karen Rut Gísladóttir ritgerð sem hún kallaði „I am Deaf, not illiterate“: A hearing teacher´s ideological journey into the literacy practices of children who are deaf.
Þó starfendarannsóknir (e. action research, practitioner research, lesson study, teacher research) eigi sér alllanga sögu á heimsvísu eru þær að kalla nýgræðingur hér á landi. Þess vegna teljum við sem höfum unnið slíkum rannsóknum brautargengi hér á landi brýnt að koma á laggirnar stofnun sem hefði það hlutverk að hlúa að slíkum rannsóknum en líka að stuðla að því að þeir sem þær stunda vandi til verka.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is