Menntakvika verður næst 2. október 2020

Starfsþróun Menntavísindastofnunar starfar á fagsviði uppeldis, menntunar og þjálfunar og er ætlað að þjóna þeim fagstéttum sem Menntavísindasvið menntar.

NNN Rannsóknastofa

Helstu viðfangsefni:
• Námskrár, námskrárþróun og námskrárgerð
• Námsmat og mat á skólastarfi
• Skipulag náms og kennslu á öllum skólastigum.

Rannsóknastofa um námskrár, námsmat og annað námsskipulag (NNN) var stofnuð 19. janúar 2012.
Þá var kjörin þriggja manna stjórn, Gunnar E. Finnbogason, prófessor við Menntavísindasvið, formaður og auk hans Jóhanna Karlsdóttir, lektor, og Meyvant Þórólfsson, dósent.

Í samræmi við reglur um rannsóknastofur við Menntavísindasvið leggur NNN Rannsóknastofa áherslu á rannsóknir á sínu sviði, að miðla þekkingu, stuðla að starfsþróun er tengist sviðinu, m.a. við námskrárþróun og námsmat, og skapa bæði verðandi og starfandi fræðimönnum vettvang fyrir þátttöku í rannsóknum. Rannsóknastofan hefur einnig lagt sig fram um að örva umræðu um námskrár, námsmat og annað námsskipulag. Hún hefur auk þess tekið að sér verkefni fyrir aðila utan Menntavísindasviðs.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is