GRUNNSKÓLAKENNARINN 2020
Eitt sumarnámskeiða Háskóla Íslands er ætlað þeim sem snúa aftur til kennslu í grunnskóla eftir hlé.
Á námskeiðinu verður unnið með breytingar á kennsluháttum og námsumhverfi grunnskóla síðustu 10 ár:
- störf umsjónarkennara og bekkjarstjórnun
- menntun fyrir alla og fjölmenningu
- upplýsingatækni og námsgögn
- tengsl heimila og skóla
Kennarar með leyfisbréf sem eru að koma aftur í kennslu eftir hlé.
Kennsla fer fram dagana 11.-12. júní og 10.-11. ágúst, kl. 9-15.
Auk þess verða fjórir samráðsfundir á fyrstu vikum starfstíma grunnskóla, þátttakendum til stuðnings.
Á dagskrá júnídaga verður:
- Upplýsingatækni og námsgögn; unnið með algeng vefumsjónarkerfi og vinsæl, hagnýt forrit sem styðja við nám og kennslu
- Breytingar á kennsluháttum og námsumhverfi síðasta áratuginn; æfingar í gerð hæfniviðmiða og skipulagningu viðfangsefna sem samþætta nokkrar námsgreinar
- Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig fyrir 2. júní í gegnum umsóknargátt HÍ
- Skráningargjald fyrir kennara sem sækja starfsþróunarnámskeið er 3.000 kr. fyrir hvert námskeið. Gjaldið greiðist um leið og skráning fer fram
- Námskeiðið gefur 5 ECTS á framhaldsstigi