Áhrif liðleika- og styrktarþjálfunar á lífaflfræði og efnaskiptakostnað við göngu hjá fólki með sykursýki
Upplýsingablað fyrir þátttakendur
Heiti rannsóknar:
“Áhrif liðleika- og styrktarþjálfunar á lífaflfræði og efnaskiptakostnað við göngu hjá fólki með sykursýki”.
Þér er boðið að taka þátt í rannsókn sem unnin er af Háskóla Íslands í samvinnu við Landspítalann. Áður en þú ákveður hvort þú vilt taka þátt er mikilvægt fyrir þig að skilja hvers vegna rannsóknin er gerð og hvað hún mun fela í sér. Vinsamlegast gefðu þér tíma til að lesa eftirfarandi upplýsingar vandlega og hafðu samband við rannsóknarteymið ef það vakna einhverjar spurningar.
Hver er tilgangur rannsóknarinnar?
Einstaklingar með sykursýki geta átt í vandræðum með að sinna daglegum verkefnum eins og að hlaupa, ganga og fara upp og niður stiga. Rannsóknir hafa sýnt fram á að einstaklingar með sykursýki noti meiri orku en aðrir og þreytist þar að leiðandi fyrr. Skert skynjun í fótum og veikleiki vöðva sem eru notaðir við göngu geta verið mögulegar ástæður fyrir því að sumir með sykursýki geti átt í vandræðum með þessi daglegu verkefni. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að hreyfing geti haft jákvæð áhrif á blóðsykursstjórn, líkamlegt hreysti og vellíðan. Þar að leiðandi er tilgangur þessarar rannsóknar að kanna áhrif 10 vikna heimaæfinga (liðleika- og styrktarþjálfun) á orkunotkun við göngu, styrk og göngulag meðal einstaklinga með sykursýki.
Hvað þarf ég að gera ef ég tek þátt?
Ákveðir þú að taka þátt í rannsókninni verður þú beðin/n um að skrifa undir samþykkiseyðublað til að sýna að þú skiljir hvað felst í því að taka þátt. Eyðublaðið er fyllt út þegar þátttakandi mætir á rannsóknarstofu. Þátttaka í rannsókninni felst í því að mæta tvisvar á rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands (sjá nánari lýsingu hér að neðan). Hversu langan tíma hvort skipti tekur kemur fram hér að neðan. Þátttakendum verður skipt í tvo hópa, rannsóknarhóp og viðmiðunarhóp. Slembival ræður því í hvaða hópi þú lendir. Báðir hópar mæta í tvö skipti í rannsóknarstofu en munurinn á hópunum er sá að rannsóknarhópur fær heimaæfingar til að gera tvisvar til þrisvar í viku í 10 vikur og viðmiðunarhópur fær ekki heimaæfingar.
Fyrsta heimsókn: A-mælingar [Þessi heimsókn mun taka um það bil 1 klukkustund]
Fyrir þessa heimsókn munum við biðja þig um að taka með þér föt sem þér líður vel í og þægilega skó sem þú myndir nota í göngutúrum eða í líkamsrækt.
Til að ákvarða sjálfvalinn gönguhraða (þ.e. hraða sem þú gengur venjulega þegar þú ert ekki að flýta þér) munum við biðja þig um að ganga nokkrum sinnum 10 metra fram og til baka á gangi sem er við rannsóknarstofuna. Að því loknu munum við biðja þig um að gera það sama en að ganga eins hratt og þú getur.
Þegar þessum hluta er lokið munum við meta jafnvægi. Til að meta jafnvægi munum við biðja þig um að stíga á tvær plötur og standa á báðum fótum í 15 sekúndur og á öðrum fæti; í 15 sekúndur á hægri fæti og 15 sekúndur á vinstri fæti. Auk þess verður framkvæmt próf þar sem felst í því að setjast niður í stól og standa upp fimm sinnum. Að því loknu munum við meta styrk í fótleggum og gripstyrk. Engin þörf er á fyrri reynslu af líkamsrækt eða þjálfun fyrir þessi próf. Prófið er framkvæmt í sitjandi stöðu í mælitækinu, við munum prófa hvorn fót fyrir sig og meta styrk vöðva framan á læri og kálfavöðva. Til að meta styrk vöðva framan á læri verður þú beðin um að beita krafti með því að rétta úr hné og til að meta styrk kálfavöðva verður þú beðin um að rétta úr ökkla. Hver mæling tekur stuttan tíma og næg hvíld verður gefin á milli þeirra. Heimsóknin mun líkjast stuttri æfingu. Einnig verður liðleika í ökkla mældur með því að strekkja og kreppa ökkla eins mikið og þú getur
Að lokum munum við biðja þig um að ganga á hlaupabretti, svipað og á líkamsræktarstöð, við munum stilla hraðann á brettinu á sama hraða og mældist í gönguprófinu sem var framkvæmt í upphafi. Á meðan þú gengur á brettinu muntu vera með grímu sem fer yfir nef og munn. Gríman er tengd með slöngu við tæki sem metur súrefnisnotkun þína (hversu mikið súrefni þú notar). Við munum biðja þig um að ganga í 3 mínútur á hlaupabrettinu á þínum venjulega gönguhraða og 3 mínútur með þínum hámarkshraða. Á meðan göngunni stendur verða tveir rannsakendur til staðar sem hjálpa þér að stíga upp á og niður af hlaupabrettinu, fylgjast með og svara öllum spurningum. Við munum staðsetja spjaldtölvu (iPad) hliðina á hlaupabrettinu til að taka upp göngumynstrið þitt.
Fyrsta heimsókn: B-fræðsla [Fer fram eftir mælingar og mun taka um það bil 10 mínútur]
Sért þú í rannsóknarhóp munu tveir íþrótta-og heilsufræðingar/þjálfarar sýna þér nokkrar æfingar sem þú verður beðinn um að gera heima hjá þér tvisvar til þrisvar sinnum í viku í 10 vikur. Þegar þjálfunin hefst færð þú senda hlekki með kennslumyndböndunum af æfingunum sem eru inni á YouTube. Þjálfararnir munu svo hafa samband við þig einu sinni í viku til að athuga hvernig gengur með æfingarnar og hvort þig vanti einhverja aðstoð eða frekari útskýringar.
Önnur heimsókn: [Þessi heimsókn mun taka um það bil 1 klukkustund]
Tíu vikum eftir fyrstu heimsókn munum við bjóða þér koma aftur í rannsóknarstofuna okkar þar sem við gerum sömu próf og fyrstu heimsókn, sem var lýst hér að ofan. Þú munt fá boð um að koma í þessa heimsókn óháð því hvort þú ert í rannsóknarhóp eða viðmiðunarhóp.
Hver er hugsanleg hætta eða óþægindi?
Mat á styrk vöðva í fótleggjum mun fela í sér mikla áreynslu, en aðeins í stutta stund og við munum gefa þér næga hvíld á milli átaka. Mælingin mun líkjast því að taka stutta æfingu fyrir vöðva fótleggja og því gætir þú fundið fyrir vöðvaeymslum eða stífleika í einn til tvo daga í kjölfar mælinga. Það er alveg eðlilegt og ættu einkennin að hverfa á um það bil þremur dögum. Þú gætir fundið fyrir sömu tilfinningu í vöðvum (eymsli/stífleiki) í allt að þrjá daga eftir heimaæfingarnar. Það eru merki um að vöðvarnir þínir séu að aðlagast og styrkjast, en með hverri æfingu sem þú klárar dregur úr þessum einkennum. Við mat á göngumynstri er, rétt eins og í daglegu lífi, hætta á því að detta. Hins vegar er þessi áhætta minni en í daglegu lífi vegna þess að rannsakendur munu fylgjast náið með þér og gætt verður að öllum heilsu- og öryggisþáttum á meðan heimsókn stendur.
Eru einhverjir hugsanlegir kostir?
Þú færð endurgjöf varðandi göngulag, vöðvastyrk í fótleggjum og hversu miklar framfarir hafa orðið eftir heimaæfingarnar.
Þarf ég að taka þátt?
Nei, þátttaka er algjörlega valfrjáls. Ef þú vilt ekki taka þátt þarftu ekki að gefa upp ástæðu. Ef þú velur að taka þátt en skiptir um skoðun síðar geturðu hætt þátttöku hvenær sem er.
Hvað ef ég hef einhverjar áhyggjur?
Ef þú hefur áhyggjur af einhverju sem viðkemur þessari rannsókn skalt þú hafa samband við Dr. Rafn Benediktsson, yfirlækni innkirtlalækninga (S: 543-1000) eða aðalrannsakanda þessarar rannsóknar, Dr. Milos Petrovic (mpetrovic@hi.is).
Skrár
Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Rannsóknargögnum sem safnað er við Háskóla Íslands verða eingöngu auðkennd með einstökum þátttakendakóða en ekki með nafni.
Geymsla og förgun rannsóknargagna
Öll rannsóknargögn verða geymd í öruggri geymslu í Háskóla Íslands. Rannsóknargögnin geta einnig innihaldið myndbandsupptökur sem rannsóknarhópurinn mun skoða. Allar myndbandsupptökur verða geymdar á öruggan hátt á stafrænu formi, á tölvum með lykilorði, innan læstrar skrifstofu/rannsóknarstofu. Förgun þessara gagna verður gerð með því að eyða skrám á öruggan hátt. Þátttakendur geta á hvaða tímapunkti sem er óskað eftir því að persónugreinanlegum gögnum verði eytt.
Hvað geri ég núna?
Þakka þér kærlega fyrir að íhuga að taka þátt í rannsókninni okkar. Þú getur rætt þessa rannsókn við fjölskyldu þína, vini eða lækni ef þú vilt.
Samstarf og leyfi
Rannsóknin er gerð í formlegu samstarfi innkirtladeildar Landspítala og Háskóla Íslands. Rannsóknin hefur hlotið umfjöllun og leyfi Vísindasiðanefndar, leyfi 16, dagsett 23.11.2023. sem og samþykki framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala VSNb2024030007/03.01
Aðalrannsakandi:
Dr Milos Petrovic, við Háskóla Íslands
mpetrovic@hi.is netfang
525-5570 símanúmer