Menntavísindastofnun er flutt tímabundið á Aragötu 14 

Við erum áfram til staðar fyrir ykkur þó við séum ekki í Stakkahlíð lengur. Verið velkomin í morgunkaffi og spjall til okkar mánudaginn 16. desember kl. 09:30 -11:00. Aragata 14, 102 Reykjavík. 

Reglulegt fréttabréf 

Í tengslum við flutninga á Aragötu 14 og síðar á Sögu erum við að gera þjónustu Menntavísindastofnunar sýnilegri. Liður í því er reglulegt fréttabréf sem við hleypum hér með af stokkun

Framtal starfa 1. febrúar 2025 

Við minnum á að við getum aðstoðað við að setja inn efni í rannsóknargáttina IRIS/PURE svo það verði tilbúið fyrir framtal starfa.  

Sjá nánar hér og hér

um. Hér munum við minna á þjónustu okkar og vekja athygli á því sem er efst á baugi í rannsóknum sviðsins.

Birtar greinar 

Menntavísindastofnun sér um umsýslu útgáfu tímarita Menntavísindasviðs, TUM og Netlu. Fræðafólk sviðsins hefur birt ýmsar áhugaverðar greinar á síðustu vikum og hér má sjá sýnishorn af þeim allra nýjustu:  

Shifting trends in communicative English language teaching in Icelandic compulsary schools, höfundar eru Charlotte E. Wolff, Renata Emilsson Peskova, Samúel Lefever, Susan E. Gollifer. 

Kynjað starfsumhverfi kvenkyns nýliða í grunnskólakennslu, höfundar eru Aðalheiður Anna Erlingsdóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Valgerður S. Bjarnadóttur. 

Sameiginlegir leikheimar barna og leikskólakennara höfundur er Anna Magnea Hreinsdóttir. 

Allar greinar eru aðgengilegar í opnum aðgangi á heimasíðum ritanna Netla.hi.is og TUM.hi.is.   

Útgefið efni Menntavísindasviðs fyrir árið 2024 má jafnframt nálgast í rannsóknargáttinni  - IRIS

Birtar greinar 

Menntavísindastofnun sér um umsýslu útgáfu tímarita Menntavísindasviðs, TUM og Netlu. Fræðafólk sviðsins hefur birt ýmsar áhugaverðar greinar á síðustu vikum og hér má sjá sýnishorn af þeim allra nýjustu:  

Shifting trends in communicative English language teaching in Icelandic compulsary schools, höfundar eru Charlotte E. Wolff, Renata Emilsson Peskova, Samúel Lefever, Susan E. Gollifer. 

Kynjað starfsumhverfi kvenkyns nýliða í grunnskólakennslu, höfundar eru Aðalheiður Anna Erlingsdóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Valgerður S. Bjarnadóttur. 

Sameiginlegir leikheimar barna og leikskólakennara höfundur er Anna Magnea Hreinsdóttir. 

Allar greinar eru aðgengilegar í opnum aðgangi á heimasíðum ritanna Netla.hi.is og TUM.hi.is.   

Útgefið efni Menntavísindasviðs fyrir árið 2024 má jafnframt nálgast í rannsóknargáttinni  - IRIS

 

Nýdoktorar 

Doktorsnámið er hluti af sýsli Menntavísindastofnunar og á árinu brautskráðust fimm doktorar frá Menntavísindasviði, nú síðast dr. Hrafnhildur Snæfríðardóttir Gunnarsdóttir sl. föstudag. Hin eru dr. Birna Varðardóttir, dr. Friðborg Jónsdóttir, dr. Jakob Frímann Þorsteinsson og dr. Þorsteinn Önnuson Vilhjálmsson. Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn! 

 

Við getum aðstoðað þig 

Við minnum á beiðnakerfi Menntavísindastofnunar og vefinn okkar þar sem ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna.  

 

Við óskum öllu starfsfólki MVS gleðilegra jóla og þökkum fyrir góðar stundir á liðnu ári!