Farsældarlögin í þremur sveitarfélögum

Rannsóknarverkefni styrkt af Menntarannsóknasjóði 2023

Titill: Farsældarlögin í þremur sveitarfélögum: Innleiðing, framkvæmd og samsköpun þekkingar þvert á landamæri fagstétta, skólastiga og frístundastarfs 

Verkefnisstjóri: Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir 

Meðrannsakendur: Oddný Sturludóttir (aðjunkt); Guðrún Ragnarsdóttir (dósent); Ragný Þóra Guðjohnsen (lektor) og Bergdís Guðjónsdóttir (Menntamálastofnun)

Ágrip

Markmið rannsóknarinnar er að afla þekkingar á því hvernig þrjú sveitarfélög hafa staðið að innleiðingu og framkvæmd laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

Rannsóknin skoðar þrjá meginþætti: 1) hvernig stofnanir sveitarfélaga hafa lagað skipulag sitt að innleiðingu laganna 2) þverfaglega samvinnu fagfólks og smíði sameiginlegrar þekkingar milli ólíkra skólastiga og stofnana s.s. leik- og grunnskóla, frístundastarfs og velferðarstofnana og 3) áhrif innleiðingar farsældarlaganna á vellíðan barna og ungmenna. Rannsóknin er margþátta tilviksrannsókn sem fylgir blandaðri aðferðafræði til að tryggja fjölbreytileika gagna og áreiðanleika gagnasafnsins. Rannsakendur frá Háskóla Íslands og Menntamálastofnun leiða rannsóknina í samstarfi við þrjú sveitarfélög. Rannsóknarverkefnið mun taka tvö ár og byggist á þremur rannsóknarþáttum sem hafa innbyrðis tengsl. Þrjár tegundir gagna verða greindar með þriggja þátta nálgun til að kanna ferli innleiðingarinnar, til að dýpka þekkingu og fjölga sjónarhornum: 1) viðhorf þátttakenda 2) athuganir og 3) megindleg gögn. Gildi rannsóknar felst í því að greina árangursríka starfshætti í innleiðingu og framkvæmd laganna og öðlast skilning á þeim kröftum sem eru að verki þegar skóla-, frístunda- og velferðarstofnanir bregðast við löggjöf sem grundvallast á mikilvægi þverfaglegrar samvinnu. Rannsóknin mun skapa dýrmæta þekkingu fyrir stjórnvöld til að taka mið af fyrir innleiðingu nýrra laga í mennta- og velferðarkerfinu.

 

Information in English

Title: The Prosperity Act within three municipalities: Implementation, enactment and co-creation of knowledge across boundaries of profession, school levels and leisure

Project leader: Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir 

Co-researchers: Oddný Sturludóttir; Guðrún Ragnarsdóttir; Ragný Þóra Guðjohnsen and Bergdís Guðjónsdóttir

Type of grant: Education research fund

Abstract

The aim of this research project is to gain knowledge on how three municipalities have implemented and enacted the legislation nr. 86/2021, Act on the Integration of Services in the Interest of Children´s Prosperity. The project has emphasis on three levels: 1) the organizational changes at the municipality level in the implementation phase; 2) the inter-professional collaboration and co-creation of knowledge across settings, i.e. school levels, schools and leisure and welfare institutions and, 3) how the implementation is having an impact on the wellbeing of children and youth. The research project is a multi-case study looking to follow a mixed methods design to triangulate data to validate findings. Researchers from the University of Iceland and Directorate of Education (Menntamálastofnun) lead the project in collaboration with valuable community partners. The project will take two years and is organised in three interrelated work packages (WPs). Three types of data will be triangulated to inform the implementation strategy and to guarantee the reliability of the data: a) participant views, b) observations and c) quantitative data. The project´s value rests in identifying successful practices in implementing and enacting the Prosperity Act and uncovering the dynamics at play when educational, health and welfare organizations respond to new legislation. This project will provide crucial insights for the government regarding future legislation, implementation, and enactment.