Félagsfærni og sjálfsefling með áherslu á hegðun og bekkjarstjórnun
Einingabært námskeið fyrir grunnskólakennara (5 ECTS á framhaldsstigi)
Námskeiðið hentar öllum starfandi bekkjarkennurum í grunnskóla, æskilegt er að a.m.k. 3 frá hverjum skóla sæki námskeiðið saman.
Inntökuskilyrði: Bakkalárgráða (B.Ed., B.A., B.S. eða jafngildi þess).
Námskeiðið er skipulagt í samstarfi við Skóla- og Frístundasvið Reykjavíkurborgar.
Tilgangur námskeiðsins er að þátttakendur – starfandi grunnskólakennarar – efli þekkingu sína á aðferðum sem stuðla að æskilegri hegðun nemenda. Þeir læri að beita árangursríkum og gagnreyndum aðferðum sem byggja á trausti og virðingu, styðja við félagsfærni og sjálfseflingu nemenda sinna og stuðla að bættri líðan þeirra.
Kynningarfundur verður á ZOOM föstudaginn 19. ágúst kl. 13-15
Sjá kennsluáætlunina fyrir neðan.
Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til 18. ágúst. Skráning hér
Skráningargjald: 55.000 kr.
ATH! Fólk sem er skráð í Háskóla Íslands og hefur greitt skráningargjald fyrir veturinn 2022-23 þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir þetta námskeið. Sama gildir um fólk sem hefur skráð sig í opið námskeið á haustmisseri, það greiðir samtals kr. 55.000 fyrir misserið (hámark tvö námskeið á misseri).
Hægt er að sækja um styrki t.d. frá Vonarsjóði KÍ. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu félagsins.
Endilega hafið samband við starfsthrounmvs@hi.is ef einhverjar spurningar varðandi skráningar vakna.
Þættir sem unnið er með:
- Framkvæmd mats á stöðu bekkjarstjórnunar og styrkleikar bekkjar metnir. Reglur um hegðun nemenda mótaðar og þjálfun í kennslu þeirra. Æfingar í að nota skýr fyrirmæli til að efla samstarf.
- Þjálfun í notkun hvatningar með margbreytilegum hætti, bæði með bekknum í heild sinni og fyrir einstaklinga.
- Farið yfir jafnvægi í hvatningu og leiðum til að stöðva erfiða hegðun. Praktískir þættir í bekkjarstjórnun skoðaðir nánar og æfðir.
- Markviss notkun lausnaleitar kennd og mikilvægir þættir í samstarfi við foreldra.
- Endurmat á stöðu bekkjarstjórnunar í lok námskeiðs.
Vinnulag
Námskeiðið skiptist í vinnu í tímum og verkefni („heimavinnu“) á milli tíma sem þátttakendur geta prófað í eigin kennslu og nýtt þannig beint til þróunar á eigin starfsháttum. Kennsla fer fram með umræðum, æfingum og fjölbreyttum sameiginlegum viðfangsefnum. Námsmat byggist á lestri kafla og greina, skilaverkefnum sem unnin eru með nemendahópum þátttakenda (bekknum) og virkri þátttöku í umræðum um viðfangsefni námskeiðsins á vef námskeiðsins.
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað og er gert ráð fyrir að þátttakendur innan sama skóla, eða milli skóla ef það hentar, vinni sameiginlega að ákveðnum markmiðum sem þeir setja sér og viðhalda eftir að námskeiði lýkur. Þátttakendur fá tækifæri til að læra saman og styðja hvern annan í að þróa árangursríka starfshætti með börnum. Grunnhugmyndin er að þátttakendur líti á það sem sameiginlegt verkefni allra í skólasamfélaginu að nota uppbyggilegar og gagnreyndar aðferðir til að stuðla að góðri aðlögun barna og starfsánægju kennara.
Edda Vikar Guðmundsdóttir
Sálfræðingur og sérfræðingur í uppeldissálfræði kennir námskeiðið á haustmisseri 2022
Aðrir kennarar á námskeiðinu
Bergljót Gyða Guðmundsdóttir | Dósent | bgg [hjá] hi.is | https://iris.rais.is/is/persons/d80adb2f-6803-4e08-9f37-817e7b179581 | Deild menntunar og margbreytileika |
Anna Lind G Pétursdóttir | Prófessor | 5255979 | annalind [hjá] hi.is | https://iris.rais.is/is/persons/40f44931-2d0d-48b7-8052-df66724c3224 | Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda |
Í lok námskeiðs er gert ráð fyrir að þátttakendur:
- hafi öðlast skilning og innsæi í hvernig kennsla og þjálfun í félagsfærni fer fram,
- viti hvernig stöðva má erfiða hegðun og þekki til helstu aðferða bekkjarstjórnunar,
- skilji hvað felst í markvissri lausnarleit með börnum og foreldrum,
- geti metið stöðu bekkjarstjórnunar og sett markmið um hegðun nemenda,
- geti rökstutt gildi skýrra fyrirmæla fyrir samvinnu nemenda,
- skilji gildi félagslegrar styrkingar og mismunandi umbunar- og táknkerfi,
- geti nýtt niðurstöður rannsókna og eigin athugana til starfsþróunar.
Kennsluáætlun (birt með fyrirvara um breytingar)
- Kynningarfundur 19. ágúst. ZOOM.
- Lota 1: 25. ágúst 2022, kl. 14-17. Menntavísindasvið - Stakkahlíð.
- Lota 2: 8. september 2022, kl. 14-17. ZOOM.
- Lota 3: 29. september 2022, kl. 14-17. Menntavísindasvið - Stakkahlíð.
- Lota 4. 13. október 2022, kl. 14-17. Menntavísindasvið - Stakkahlíð.
Nánari upplýsingar
Katrín Valdís Hjartardóttir | Verkefnisstjóri | 5255911 | kava [hjá] hi.is | Endurmenntunarstofnun |