Header Paragraph
Fullorðinsfræðsla á Íslandi - þrjár nýjar skýrslur birtar
Menntavísindastofnun hefur nú birt á heimasíðu sinni þrjár nýjar skýrslur um stöðu innflytjenda, stefnumótun og greiningu er varðar fullorðinsfræðslu á Íslandi.
Skýrslurnar eru hluti af rannsóknum vegna heildarendurskoðunar og stefnumótunar á framhaldsfræðslukerfinu hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu sem Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor á Menntavísindasviði, leiddi. Sjá nánar hér.
Margt áhugavert kemur fram í skýrslunum sem vert er að kynna sér og gefur meðal annars innsýn inn í stöðu fullorðinna innflytjenda í tengslum við framhaldsfræðslu ásamt greiningu á stefnu og rannsóknum í fullorðinsfræðslu í dag.