Header Paragraph

Hvað er að frétta í apríl?

Image

Fréttabréf Menntavísindastofnunar - Apríl 2025

Menntakvika 2025 

Menntakvika verður haldin dagana 2., 3., og 4. október og kall eftir ágripum verður sent út á næstu vikum.  

Styrkjasókn frá MVS 

Í mars fóru 19 umsóknir frá Menntavísindasviði um Erasmus+ styrki: Menntavísindasvið leiddi fimm umsóknir af 13 til Erasmus+ landsskrifstofu og af sex umsóknum sem sendar voru til Brussel í Erasmus+ TEACHER ACADEMIES leiddi Menntavísindasvið eina.  

Sérrit Netlu 2025: Íslenska æskulýðsrannsóknin 

Við minnum á kall eftir greinum í sérrit Netlu um niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar (ÍÆ). Í sérritinu verður rýnt í niðurstöður og þær ræddar í breiðara samhengi með það að markmiði að nýta þá umfangsmiklu rannsókn sem ÍÆ er. Skilafrestur handrita hefur verið framlengdur til 20. maí 2025 og áætluð útgáfa er haustið 2025.  

Sjá nánar hér 

Jafnréttisjóður 10. apríl 

Við minnum á að umsóknarfrestur um styrk úr Jafnréttissjóði rennur út 10. apríl kl. 15:00. Tilgangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að stuðla að jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Sjóðurinn hefur 60 milljónir króna til ráðstöfunar árið 2025 og verður úthlutað úr honum 19. júní.  

Sjá nánar hér 

Desemberhefti Tímarits um uppeldi og menntun - TUM   

Fræðafólk er hvatt til að senda inn handrit í desemberhefti TUM fyrir lok júní 2025 á póstfangið tum@hi.is. Sjá nánar hér 

Við getum aðstoðað þig  

Við minnum á beiðnakerfi Menntavísindastofnunar og vefinn okkar þar sem ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna 

  

Útgefið efni  

Nýtt útgefið efni Menntavísindasviðs 2024 - 2025 má nálgast í rannsóknargáttinni  - IRIS 

Listi yfir rannsóknarverkefni innan Menntavísindasviðs er að finna á https://mvsrannsoknir.hi.is/ 

Allar birtar greinar frá Netlu og TUM eru aðgengilegar í opnum aðgangi á heimasíðum ritanna Netla.hi.is og TUM.hi.is