Gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir góðar stundir á liðnu ári
Nýr vefur um rannsóknir Menntavísindasviðs kominn í loftið
Menntavísindastofnun hefur útbúið vefsíðu með yfirliti um styrkt rannsóknarverkefni á sviðinu, alþjóðleg og innlend. Markmiðið með síðunni er efla sýnileika og samfélagsleg áhrif rannsókna og lyfta upp öflugu rannsóknastarfi sviðsins.
-
Skoðaðu síðuna hér: https://mvsrannsoknir.hi.is/
-
Ertu með rannsókn sem hefur hlotið styrkveitingu en er ekki inn á síðunni? Fylltu út þetta form og við setjum rannsóknina inn.
-
Fyrir þau sem vilja kynna sér betur síðuna þá verður stuttur Teams fundur “Hvernig gagnast nýja rannsóknasíðan mér sem fræðimanni?” þann 5. febrúar kl 13:00. Skráning á fundinn er hér
Nordplus styrkumsóknir
Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir vegna Nordplus fyrir háskólastigið. Umsóknarfrestur er 3. febrúar 2025.
Framtal starfa 1. febrúar 2025
Við minnum á að við getum aðstoðað við að setja inn efni í rannsóknargáttina IRIS/PURE svo það verði tilbúið fyrir framtal starfa.
Sjá nánar hér og hér.
____________________________________________
Við getum aðstoðað þig
Við minnum á beiðnakerfi Menntavísindastofnunar og vefinn okkar þar sem ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna.
Útgefið efni
Allar birtar greinar frá Netlu og TUM eru aðgengilegar í opnum aðgangi á heimasíðum ritanna Netla.hi.is og TUM.hi.is.
Útgefið efni Menntavísindasviðs fyrir árið 2024 má nálgast í rannsóknargáttinni - IRIS.